ESB-herinn, Ísland og umsóknin

Til að Evrópusambandið eigi framtíð fyrir sér verður það að koma sér upp her, segir Ken Rogoff fyrrum aðalhagfræðingur Alþjóðgjaldeyrissjóðsins. Vaxandi veldi Kínverja og Rússa beinlínis kalli á að ESB verði sem líkast heildstæðu ríki.

Rogoff sagði fyrir nokkru að evran væri mistök. Núna, í ljósi stríðsógnar frá Rússum, telur hann að skattgreiðendur í Þýskalandi eigi að greiða fyrir þessi mistök til að halda nauðsynlegri samrunaþróun áfram. Rogoff segir auðveld að blekkja skattgreiðendur til að borga brúsann.

Annar virtur álitsgjafi, Ian Buruma, sem veit aðeins meira um þjóðir ESB, segir að þjóðernisflokkar andstæðir  Brusselvaldinu munu ráða lögum og lofum í evrópskri pólitík næstu árin. Kaþólska bandalagið, sem hratt ESB-verkefninu úr vör, er fúið og án forystu. Almenningur leitar til þjóðernisflokka sem bjóða þjóðríkið sem valkost við Stór-Evrópu.

Líkt og Rogoff er Buruma sannfærður um að Evrópusambandið verði að koma sér upp hernaðarmætti og verða sem líkast ríki. Hann telur samfélagssáttmála upplýsingamannsins John Locke fyrirmynd en sér þó ekki þróunina stefna í þá átt, heldur þvert á móti að ESB leysist upp.

Hvort sem Evrópusambandið heldur velli eða ekki og hvort það verður með eða án stórfelldrar hernaðaruppbyggingu þá er öllu sæmilega viti bornu fólki ljóst að sambandið er í meiri kreppu en nokkru sinni.

Á meðan alvarleg og yfirveguð umræða fer fram á alþjóðavettvangi reynir fyrrum utanríkisráðherra Íslands, Össur Skarphéðinsson, að slá pólitískar keilur með montgrein fyrir ónýtu umsóknina sem hlegið var að í Brussel síðasta kjörtímabil.

Í álfunni takast á öfl og hagsmunir sem okkur Íslendingum eru með öllu framandi. Við eigum ekki að sitja í biðstofu Brusselvaldsins á meðan meginöfl í Evrópu takast á um framtíð álfunnar. Það er ekki í þágu íslenskra hagsmuna að tengjast ESB nánari böndum á meðan fullkomin óvissa ríkir um afdrif Evrópusambandsins.   


mbl.is Gæti hafið viðræður fyrirvaralaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Áhugi íslenskra ESB-sinna minnir mig oft á íslenska nasista á 4. áratug síðustu aldar. Ég leyfi mér að kynna nýjustu grein mína um nasista á Íslandi Heil Hitler og Hari Krishna, þar sem Páll Vilhjálmsson kemur einnig lítillega við sögu.

FORNLEIFUR, 18.5.2014 kl. 11:43

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Þú verður endilega að segja okkur um þessa kenningu, Fornleifur/Vilhjálmur.

Wilhelm Emilsson, 19.5.2014 kl. 05:36

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

"segja okkur meira um þessa kenningu," átti þetta að vera.

Wilhelm Emilsson, 19.5.2014 kl. 05:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband