Laugardagur, 17. maí 2014
Ríkisstjórn sem stjórnar ekki er feig
Afturköllun ESB-umsóknar var samnefnarinn sem bjó til ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forsæti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar
Ef ríkisstjórnin gefst upp á því að afturkalla ESB-umsóknina er hún hætt að stjórna utanríkismálum þjóðarinnar. Og ríkisstjórn sem ekki stjórnar er búin að vera - þótt dánartilkynning sé ekki enn undirrituð.
Ríkisstjórnin er búin með fjórðung af kjörtímabilinu. Ef ESB-umsóknin verður látin standa á hún ekki framtíð, einfaldlega vegna þess að án samnefnara gliðnar stjórnin í sundur. Og enginn annar samnefnari en andstaðan við ESB stendur ríkisstjórn Sigmundar Davíðs til boða.
ESB-málið stjórnarflokkunum dýrkeypt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Páll - sem og aðrir gestir þínir !
Ertu hissa - Páll ?
Þetta eru NÁKVÆMLEGA sömu LYDDURNAR - og þau Jóhanna og Steingrímur reyndust vera - alla þeirra ómerku tíð.
Ísland er ÓNÝTT samfélag - unz kemst undir löngu tímabær yfirráð Kanadamanna og Rússa - síðuhafi góður !
Með beztu kveðjum - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.5.2014 kl. 15:32
Sæll Páll.
Sammála þessu og hef í raun engu við að bæta, en undirstrika að roluháttur ríkisstjórnarinnar í þessu máli er algjör og aumkunnarverður. Hún var kosin til að afturkalla umsóknina.
Kristján Þorgeir Magnússon, 17.5.2014 kl. 16:04
Vegna þess að Sigmundur Davíð er að jafnaði skýrmæltur, en verður loðmæltur þá spurt er um þetta mál, þá leyfi ég mér að halda að það sé sjálfstæðis flokkurinn sem dregur lappirnar í þessu máli.
Enda heyrðist undansláttar hjal í Bjarna fljótlega eftir að stjórnar andstaðan beitti sér gegn því. Þannig er nú með hugrekkið og stefnufestuna á þeim bænum.
Hrólfur Þ Hraundal, 17.5.2014 kl. 16:23
Ekki traustvekjandi svona rétt fyrir sveitarstjórnarkosningar.
Var ekki sagt að þess hefndist í héraði sem misfærist á þingi?
Kolbrún Hilmars, 17.5.2014 kl. 17:28
Maður á ekki orð.
Stend bara orðlaus yfir þessari ríkisstjórn!
Gunnar Rögnvaldsson, 17.5.2014 kl. 17:47
Sammála Hrólfi. Vandamálið er ekki Framsókn, vandamálið er Bjarni Ben sem alltaf snýst ef andað er nógu fast á hann af frekjuhundum landsins.
Elle_, 17.5.2014 kl. 17:50
Það er algjörlega ískalt mat mitt og vafningalaust að BB er ekki að standa sig.
Sigurður Kristján Hjaltested, 17.5.2014 kl. 18:27
núna er ég undrandi - þið skrifið eins og það hafi verið á stefnuskrá þessara flokka að draga þessa esb umsókn til baka fyrir kostningar. engu svoleiðis var lofað. aftur á móti var okkur lofað að geta kosið um áframhald eða ekki
Rafn Guðmundsson, 17.5.2014 kl. 21:09
Rafn, hví ertu hissa yfir hvað við erum búin að vera að segja óralengi? Þýðir það að þú ert enn að hlusta á blekkingar fámenna og freka landsöluliðsins? Og nákvæmlega ekkert á okkur? Stjórnarflokkarnir lofuðu engu slíku. Getur þú lofað að gefa bílinn minn?
Elle_, 17.5.2014 kl. 21:50
Þessi stjórn var mynduð með "loforðum" til kjósendanna um það, að afnema vísitölu á lánum, afnema kvótakerfið, - (eða gera stórar endurbætur á því), - og að draga til baka "ólöglegu" umsóknina um inngöngu í "ESB".
Nú er ár liðið og ekkert að loforðunum hefur verið efnt. Búið var til eitthvert "píp" um skuldaleiðréttingu. En það er ekki það sama og það að efna loforðin um að afnema verðtrygginguna. Öll loforðin hafa verið svikin og þingmenn komnir í sumarfrí. Það lítur út fyrir að stjórnin ætli að reyna að hanga næstu þrjú ár, ... á sama hátt, ... en ef þeir standa ekki við loforðin, þá eru báðir stjórnarflokkanna búnir að vera.
Enn einn útgerðarstaðinn er verið að leggja í rúst með kvótakerfinu. Þá fréttist að kvótakóngurinn væri búinn að kaupa blokk til þess að flytja verkafólkið á nýjan stað. Það hljómar nú eins og að verið sé að koma upp einskonar þrælabúðum, - einskonar "Gúlagi".
Einn íbúi fór með bænarskjal til Reykjavíkur, til þess að hitta forsætisráðherrann. Það var sem hann væri á hnjánum, - með bænarskjalið í hendi, - að biðja fólkinu griða, ... að fólkið mætti fá að bjarga sér sjálft með frjálsum fiskiveiðum, ... á sínum eigin firði, sínu eigin "hafssvæði".
Er ekki kominn tími til þess að kjósendur krefjist þess að þessi stjórn verði sett af, og að efnt verði strax til nýrra kosninga ?
Tryggvi Helgason, 18.5.2014 kl. 00:48
Er það ekki svolítið skrítið að ESBsinnar sem ekki kusu núverandi stjórnarflokka tali um eitthvað loforð til þeirra. Eru þið ekki að hafna þeim loforðum sem gefin voru ef þið kjósið aðra flokka?
Ég veit að ég kaus stjórnarflokk út af því loforði að þessu ESB brölti (m.a. að umsóknin yrði afturkölluð þar sem umsóknarferlið var nú þegar á ís) yrði hætt og yrði ekki sett í gang aftur nema að íslenskur almenningur vildi það.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 18.5.2014 kl. 01:21
ég er allavega sammála einu hjá ykkur nei sinnum núna að best er að kjósa nýja stjórn núna (esb eða ekki)
Rafn Guðmundsson, 18.5.2014 kl. 01:39
Ég verð að skerpa á þeirri staðreynd og dapurlega hlutskipti okkar kjósenda,sem höfum undanfarnar tvær þingkosningar,sýnt ótvírætt hvers við væntum af fulltrúum okkar,að í bæði skiptin höfum við verið gróflega svikin.Þessi hundsspott vita vel að fullveldi Íslands er okkar dýtmætasta eign. -- Hvað kom fyrir þetta fólk,? Hávaðasamir sambandssinnar hræða pólitíska líftóruna úr núverandi ríkisstjórn. hafirðu hlustað vel Hrólfur minn,hefðirðu greint undanslátt utanríkisráðherra,sem auk þess herðir á góðum samskiptum við EES.- Ja,hversu góðum,? Hlíða! Taka upp fáránlegar reglugerðir,!
Helga Kristjánsdóttir, 18.5.2014 kl. 04:35
Því seg,eg ekki tvennar í “tilfallinni athugasemd”-þær munu aldrei þrennar takast með svikasemd.
Helga Kristjánsdóttir, 18.5.2014 kl. 18:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.