Fimmtudagur, 15. maí 2014
Lögmál lýðveldisins og fylgi Bjartrar framtíðar
Eitt lögmál lýðveldisins var aftengt eftir hrun. Björt framtíð græðir mest á hljóðlátri pólitísku byltingu sem aftengingin vitnar um.
Lögmálið er þetta: þegar hægristjórn er í landinu og vinnudeilur standa yfir þá hagnast vinstriflokkarnir og því meira sem fleiri hópar launþega standa í stórræðum.
Nú standa yfir fleiri og víðtækari vinnudeilur en þekkst hafa frá löngu fyrir aldamót en fylgi vinstriflokkana er nánst kjurt frá síðustu kosningaúrslitum - sem voru vinstriflokknum þungbærar.
Nema Bjartri framtíð, sem mælist næst stærsti flokkur landsins á eftir Sjálfstæðisflokknum.
Deilur um hvernig skipta ætti þjóðarkökunni skilgreindu stjórnmál alla síðustu öld. Vinstriflokkarnir voru stofnaðir gagngert til að berjast fyrir stærri hlut launþega. Þessi barátta gaf vinstriflokkunum inntak og markaði pólitískar starfsaðferðir.
Verkalýðspólitíkin er liðin tíð en vinstriflokkarnir nota sömu pólitísku taktík fyrir nýjum málum; Samfylkingin fyrir ESB-umsókninni og VG fyrir náttúruvernd. Hvorugt virkar vegna þess að kjósendahópur vinstriflokkanna er ekki stilltur inn á baráttupólitík.
Kjósendahópur vinstriflokkanna er að stærstum hluta kósí-fólkið sem nennir ekki hávaða og látum. Það vill notalegt líf án átaka og segir já við Bjartri framtíð.
Flugvallarstarfsmenn samþykktu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gengi "Bjartrar framtíðar" er síður en svo mælikvarði á gæði hennar.
Miklu fremur er þetta mælikvarði á vanhæfni Bjarna Ben. sem flokksleiðtoga -- og almennt vanhæfi í Valhöll.
Alnafni BB myndi snúa sér við í gröfinni, ef hann vissi hvernig frændi hans hefur leikið flokkinn. Svo er FLokkurinn kominn ennþá lengra í heimshyggjunni heldur en jafnvel 1975. Þetta er því orðinn andkristinn flokkur.
Jón Valur Jensson, 15.5.2014 kl. 19:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.