Stétt með stétt; samstaða í sundrungu

Stéttastjórnmál eru liðin tíð; engin pólitík er gerð úr því að ríkisvaldið setji lög á verkföll og allra síst þegar hátekjuhópur á í hlut. Á yfirborðinu virðist ríkja sundrung í samfélaginu, sé horft til fjölda verkfalla og aðgerða vegna kjaradeilna. Að ekki sé talað um ástandið á alþingi.

Á hinn bóginn ríkir samstaða í samfélaginu eftir hrun að við erum öll á sama báti. Og ef einhver ætlar að bera meira úr býtum í kjaradeilum en aðrir hópar verða að standa skýr og nær óvefengjanleg rök til þess.

Það stjórnmálafl sem best nær að tóna samstöðuna í eftirhrunssamfélaginu verður leiðandi afl í pólitík næstu árin. Sjálfstæðisflokkurinn er í bestum færum til þess. Hugmyndin um stétt með stétt er þaðan komin fyrir miðja síðustu öld. Stjórnmál eru sígild þegar að er gætt.


mbl.is „Þetta er alltaf neyðarúrræði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Álit Páls á Sjálfstæðisflokknum sveiflast svo mikið að mann sundlar. Tólfta maí síðastliðinn skrifaði hann:

„Hann hefnir sín sauðsháttur forystu Sjálfstæðisflokksins, að koma til móts við flokkslegu ESB-örverpin með því að hætta við afturköllun ESB-umsóknar annars vegar og hins vegar leiða ESB-sinna til forystu í höfuðborginni." („Sjálfstæðisflokkurin er aulinn í sauðagærunni")

Þriðja maí skrifaði Páll:

"Þegar Benedikt og Sveinn Andri eru búnir að hirða samfylkingarfólkið í nýjan Samfylkingarflokk hægrimanna er búið að grisja Sjálfstæðisflokknum gott rými til að verða aftur stórveldi íslenskra." („Samfylkingarflokkur Benedikts og Sveins Andra")

Og núna er Páll aftur búinn að taka flokkinn í sátt.

Wilhelm Emilsson, 15.5.2014 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband