Fimmtudagur, 15. maí 2014
Stétt með stétt; samstaða í sundrungu
Stéttastjórnmál eru liðin tíð; engin pólitík er gerð úr því að ríkisvaldið setji lög á verkföll og allra síst þegar hátekjuhópur á í hlut. Á yfirborðinu virðist ríkja sundrung í samfélaginu, sé horft til fjölda verkfalla og aðgerða vegna kjaradeilna. Að ekki sé talað um ástandið á alþingi.
Á hinn bóginn ríkir samstaða í samfélaginu eftir hrun að við erum öll á sama báti. Og ef einhver ætlar að bera meira úr býtum í kjaradeilum en aðrir hópar verða að standa skýr og nær óvefengjanleg rök til þess.
Það stjórnmálafl sem best nær að tóna samstöðuna í eftirhrunssamfélaginu verður leiðandi afl í pólitík næstu árin. Sjálfstæðisflokkurinn er í bestum færum til þess. Hugmyndin um stétt með stétt er þaðan komin fyrir miðja síðustu öld. Stjórnmál eru sígild þegar að er gætt.
Þetta er alltaf neyðarúrræði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Álit Páls á Sjálfstæðisflokknum sveiflast svo mikið að mann sundlar. Tólfta maí síðastliðinn skrifaði hann:
„Hann hefnir sín sauðsháttur forystu Sjálfstæðisflokksins, að koma til móts við flokkslegu ESB-örverpin með því að hætta við afturköllun ESB-umsóknar annars vegar og hins vegar leiða ESB-sinna til forystu í höfuðborginni." („Sjálfstæðisflokkurin er aulinn í sauðagærunni")
Þriðja maí skrifaði Páll:
"Þegar Benedikt og Sveinn Andri eru búnir að hirða samfylkingarfólkið í nýjan Samfylkingarflokk hægrimanna er búið að grisja Sjálfstæðisflokknum gott rými til að verða aftur stórveldi íslenskra." („Samfylkingarflokkur Benedikts og Sveins Andra")
Og núna er Páll aftur búinn að taka flokkinn í sátt.
Wilhelm Emilsson, 15.5.2014 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.