Miðvikudagur, 14. maí 2014
Flugmenn nánast biðja um lög á sig
Við búumst allt eins við því að sett verði lög á verkfallið, er haft eftir formanni samninganefndar flugmanna í annarri frétt á mbl.is og er það efnislega samhljóða ummælum sem RÚV hafði eftir formanninum í hádegisfréttum.
Þetta hljómar eins og flugmenn séu að biðja um að ríkisvaldið hlutist til og bindi enda á vinnudeilur þeirra við Icelandair.
Ekki er tilefni til að setja lög á flugmenn Icelandair enda fjöldinn allur af flugfélögum sem flýgur til og frá landinu.
Flugmenn Icelandair eiga vel fyrir salti í grautinn, líklega með um 1,5 m.kr. í heildarmánaðarlaun. Þeir vildu hvorki upplýsa almenning um launin sem þeir hafa né hvaða kaupkröfur þeir gerðu og mættu mótbyr í samfélaginu.
En það er ekki reisn yfir flugmönnum að nánast biðja um að fá á sig lög.
Lög verða sett á flugmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
WOW og Easy Jet eru ódýr og örugg félög.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.5.2014 kl. 18:03
Já þetta er skelfilegt.
Ríkisstjórnin ætlar að lyppast niður fyrir þessum félögum, Icelandair og félagi flugmanna alveg eins og það lyppaðist niður fyrir margra daga málþófi stjórnarandstöðunnar um afturköllun á aðildarumsókn ESB auk þess sem stjórnarandstaðan vanvirti forseta Alþingis verulega alla þá daga og megi þeir eiga skömm fyrir.
Það virðist ekki sterkt í þeim „bakbeinið“°ráðherrum ríkisstjórnarinnar að standa að málum með fullum myndugleika eins og þeir hafa góðan meirihluta fyrir og sannleikann að vopni.
Ríkisstjórnin á að láta þessa kjarasamninga afskiptalausa. Það yrði bara til þess að öll önnur flugfélög sæju sér leik á borði að stórauka ferðafjölda hingað, en það er víst á annan tug flugfélaga sem flýgur nú þegar til og frá landinu.
Samningamenn beggja vegna borðsins eru eins og þú segir kæri Páll að kalla eftir lögum á meðan þeir ættu bara að sjá um sína samninga sjálfir. Þeir koma sér saman um lendingu ef þeir vita að hinn kosturinn er gjaldþrot.
Þannig er einnig embætti ríkissáttasemjara óþörf stofnun sem kostar hundruð milljónir árlega. Samningsaðilar eiga að klára sín mál aleinir, eða þá greiða þann kostnað sem af þessu embætti hlýst sjálfir. Ekki allir skattgreiðendur þessa lands.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.5.2014 kl. 18:13
Icelandair er með slíka yfirburða stöðu á markaðnum fyrir flug til og frá Íslandi og ferðaþjónustan orðin það flókin, að það er gersamlega ómögulegt að söðla um og stýra milljón hundruðum þúsunda ferðamanna inn til hinna flugfélaganna.
Ómar Ragnarsson, 14.5.2014 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.