Brilljant blogg úr Reykjanesbæ

Blogg er vettvangur hins almenna borgara að setja yfirvaldinu stólinn fyrir dyrnar. Styrmir Barkarson heldur úti bloggi sem andæfir sérkennilegu stjórnarfari Sjálfstæðisflokksins og Árna Sigfússonar í Reykjanesbæ.

Hann afhjúpar m.a. undirlægjuhátt starfsmanna bæjarins gagnvart Árna bæjarstjóra. Starfsmenn bæjarins skrifa texta um bæjarstjórann í norður-kóreskum stíl með slíku oflofi að aulahrollurinn situr lengi eftir. Niðurlag Styrmis:

Þau sem stjórna Reykjanesbæ hafa setið svo lengi við völd að þau hafa varla lengur rænu á því að hylja spillinguna. Það er treyst á þýlyndi og þöggun og að íbúar bæjarins kyngi athugasemdalaust þeim áróðri sem Sjálfstæðisfólk í valdastöðum í ráðhúsinu lætur frá sér. Það er treyst á að þegar samfélagsmiðill bæjarins er misnotaður í pólitískum tilgangi sé nóg að láta það bara hverfa til að ekki verði minnst á það meira.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband