Þriðjudagur, 13. maí 2014
Evrópubúar: minna ESB í stað Stór-Evrópu
Meirihluti íbúa Evrópusambandsins ber ekki traust til Evrópusambandsins. Skipbrot sameiginlegs gjaldmiðils er ein ástæða og önnur er yfirþyrmandi íhlutunarstefna sambandsins í stór mál og smá sem mætti fremur leysa staðbundið.
Lýðræðishalli er á Evrópusambandinu þar sem embættismenn stjórna án aðhalds frá kjósendum. Tilraunir til að auka vægi almennings, t.d. með auknum áhrifum Evrópuþingsins, mistakast í tvennum skilningi. Í fyrsta lagi lækkar stöðugt kosningaþátttaka til Evrópuþingsins og í öðru lagi vex flokkum andvígum ESB stöðugt ásmegin en hefðbundnu flokkarnir, sem bera ábyrgð á stöðu mála, veikjast.
Brussel-elítan er sannfærð um að til að bjarga ESB verði að stórauka miðstýringuna, búa til Stór-Evrópu. Almenningur er á öndverðum meiði og krefst afbyggingar ESB-veldisins. Það veit ekki á gott að ráðandi öfl og almenningur horfi hvort í sína áttina þegar framtíð Evrópusambandsins er í húfi.
Meirihlutinn ber ekki traust til ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
....En þegar framtíð almennings er í húfi,er lífs-björgin þeirra,að horfa í átt til afbyggingar ESB-veldisins.
Helga Kristjánsdóttir, 14.5.2014 kl. 04:29
Kannski er að renna upp fyrir Evrópubúum að sovéska bjúrókratíska alræðið sem var í Moskvu fluttist til Brussel.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 14.5.2014 kl. 07:04
@Kristján B: Gaman að sjá þessa tengingu orðaða svona. Var við störf við þýðingar EES skjala sumrið 1994 og við lestur sumra þeirra birtist mér sú mynd af EB sem þú lýsir, eða: "Múrinn féll árið 1989 og þá varð fjandinn laus. Hann haskaði sér vestur til Brüssel og unir hag sínum vel þar"!
Flosi Kristjánsson, 14.5.2014 kl. 11:28
Sæll Flosi, það er alltaf þannig að þegar úlfurinn týnir sauðagærunni þá finnur hann alltaf aðra í staðinn til að felast undir.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 14.5.2014 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.