Lífeyrissjóðir mala forstjórum gull á kostnað launþega

Launþegar eru neyddir að borga í lífeyrissjóði sem hygla forstjórum á kostnað almennra starfsmanna. Skýrasta dæmið um misnotkun lífeyrissjóðanna er Icelandair þar sem æðstu stjórnendur fá hækkun sem nemur allt að hundruðum prósenta á meðan launþegum er boðin ,,SA-hækkun" upp á fáein prósent.

Lífeyrissjóðirnir eiga Icelandair nánast að fullu og það eru þeir sem bera ábyrgð á skefjalausri mismunun þar sem æðstu stjórnendum er hampað en launabremsa setta á almenna starfsmenn.

Spillinguna sem lífeyrissjóðirnir stunda verður að uppræta.

 


mbl.is Gífurleg launahækkun stjórnenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Lífeyrir vinnandi fólks sem borgaði alla sína starfsæfi ættu að vera notaðir til að borga þeim laun sem borguðu í þá. Enginn ætti að þurfa ölmususult hja TR.

 Lífeyrir okkar á eftir að hverfa- eins og við.

 Þeir sem borguðu í þessa sjóði fá ekki að njóta æfikvöldsins.

Erla Magna Alexandersdóttir, 13.5.2014 kl. 19:33

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Björgólfur semur við Björgólf? Slíkt gengur ekki upp í siðuðu og verkalýðskjara-verndandi samfélagi!

Siðblinda og ræningjastarfsemi sumra AS-toppa og sumra ASÍ-lífeyrissjóðstoppa er handan við allt sem getur talist siðlegt og mannúðlegt. 

Ríkisstjórnir hafa verið, og eru enn í kúgunarvasanum á glæpamafíu-dómsstólastýrðum lífeyrissjóðum og bönkum.

Það er einungis almenningur sem getur gert eitthvað í málunum, með sinni réttlætisbaráttuvinnu og stuðningsþrýstingi á ráðamenn, gegn dómstólakerfinu glæpsamlega. Lýðræðis-frelsi og réttlæti kostar vinnu og staðfasta þátttöku, og ekki síst réttláta gagnrýni almennings.

Dómsstólar og sýslumanns-tindátar á Íslandi, eru ekki að vinna heiðarlega og réttláta vinnu fyrir almenning á Íslandi. Það er alveg augljóst!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.5.2014 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband