Ríkisstjórnin og drykkfelldi presturinn

Um prest sem þótti sopinn góður var sagt að hann væri ónærgætinn sjálfum sér. Um ríkisstjórn Sigmundar Davíðs má segja að hún ség ónærgætin sjálfri sér með því að farga málinu sem skóp ríkisstjórnarflokkunum tveim sóknarfæri á síðasta kjörtímabili: andstöðunni við ESB-umsókn Samfylkingar.

Ríkisstjórnin segist ætla að koma ,,stóru málunum" í höfn en bíða með afturköllun umboðslausu umsóknarinnar. Með leyfi: ESB-málið er langstærsta pólitíska deilumál seinni tíma stjórnmálasögu Íslands.

Svokallað ,,stórt mál" ríkisstjórnarinnar er að gefa heimilum landsins fé, og kalla það skuldaleiðréttingu. En þetta er ekki stærra mál en svo að heimilin eru í fínni stöðu nú þegar og þurfa ekki á gjafagjörningi ríkisstjórnarinnar að halda. Svokölluð skuldaleiðrétting er aðeins redding á yfirboði Framsóknarflokksins í kosningabaráttunni - og það er ekki stórt mál.

Ríkisstjórnin er ekki allsgáð þegar hún hættir við afturköllun á ESB-umsókninni. Dómgreindarleysi ríkisstjórnarinnar í stórmáli verður henni að fótakefli allt kjörtímabilið og skapar andstæðingum hennar viðspyrnu.


mbl.is Samkomulag um þinglok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hárrétt athugað hjá þér kæri Páll.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.5.2014 kl. 15:38

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Er möguleiki að ríkisstjórnin hafi komist að því að flas sé ekki til fagnaðar?

Wilhelm Emilsson, 10.5.2014 kl. 19:18

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kæri Wilhelm.

Þessi ríkisstjórn verður ekki sökuð, með réttu að minnsta kosti, um að hafa tekið of hröð skref í að draga hina löglausu umsókn til baka. Hún hefði átt að hefja feril sinn á því. Hún pantaði þess í stað vandaða skýrslu um ESB til þess einmitt að enginn gæti sakað þá um að flýta sér um of. Það var ekki fyrr en skýrslan lá fyrir að málið var lagt fyrir Alþingi - rúmu ári eftir að ríkisstjórnin tók við.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 10.5.2014 kl. 21:08

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir innleggið, kæri predikari. Hér er smá umfjöllun um málið:

„Gunnar Bragi lagði þingsályktunartillöguna fram 21. febrúar eða aðeins nokkrum dögum eftir að skýrsla Hagfræðastofnunar um Evrópumálin var kynnt."

Bjarni Benediktsson hefur sagt eftirfarandi:

„Ég held að það sé öll­um ljóst að það hafi verið farið full­bratt á eft­ir skýrsl­unni fram með til­lög­una. Ég hef skiln­ing á því að mönn­um þykir sem að skýrsl­an hafi ekki fengið nægi­lega umræðu áður en til­lag­an kem­ur fram."

Sem sagt, Bjarni telur nú að hraðinn hafi verið aðeins of mikill. Mér finnst jákvætt að Bjarni hafi áttað sig á þessu. Og nú segir Gunnar Bragi:

„Ef hún [tillagan] liggur bara og næst ekki að afgeiða, þá bara einfaldlega setjumst við yfir málið aftur og metum hvort að við komum þá fram með tillöguna aftur fram í haust, óbreytta eða breytta eða hvernig það verður. Nú eða þá að við tökum okkur lengri tíma í að velta þessu fyrir okkur. Það er að sjálfsögðu allt opið í því. Það er ekkert stórslys ef við látum þetta liggja, það er alveg ljóst."

Mér sýnist á þessu að lykilmenn í ríkisstjórninni hafi áttað sig á því að flas er ekki til fagnaðar--og því bera að fagna, að mínu mati.

Heimildir: http://www.vb.is/frettir/104879/

http://www.ruv.is/frett/gunnar-bragi-„allt-opid“-um-esb-tillogu

Wilhelm Emilsson, 11.5.2014 kl. 05:03

5 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kæri Wilhelm.

Já - en mundu það að það liggur fyrir að nægur tími þrátt fyrir þetta er til að ræða skrýsluna þrátt fyrir að afturköllunartillagan sé lögð fram. Algerlega eðlilegt að ræða báðar þessar tillögur samhliða þar sem þær koma hvor annarri við. Svo má ekki gleyma því að meginþorri þingmanna þekkir til Evrópusambandsins fyrir enda búið að gera margar skýrslur um ESB á vegum stofnana ríkisins um áratugina auk umræðunnar sem hefur farið fram frá því dr. Össur lagði fram umsókn um aðild Íslands inn í sambandið.

Þannig vissu allir flokkar mkeira og minna hvað kæmi fram í skýrslunni, en hún var pöntuð sem fyrr segir til að sýna svart á hvítu að það veri ekki verið að hrapa að neinni ákvörðun og fá staðfest það sem menn vissu fyrir, og hafa gert um 4-rílega sex áratugi. Þannig hefur t.d. Sjálfstæðisflokkurinn í ríflega 40 ár ályktað á landsfundum sínum að ekki væri til hagsbóta Íslandi að ganga í Evrópusambandið, áður Efnahagsbandalag Evrópu. Þð hefur verið skoðað reglulega með tilliti til þróunar þess sambands um áratuga skeið. Niðurstaða slíkra rannsókna ávallt hin sama - hagsmunum Íslands er best borgið utan ESB, en með viðskiptasambönd við sem flestar þjóðir heims.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.5.2014 kl. 18:05

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Kæri predikari.

Kannski þurfum við ekki af pæla í þessu mikið lengur. Samkvæmt rússneska stjórnmálamanninum og þjóðernissinnanum Vladimir Zhirinovsky--var það ekki gæinn sem vildi breyta Íslandi í fanganýlendu?--þá þýddi sigur skeggjaða Austurríkisbúans í Eurovision endalok Evrópu ;-) Sérvitrir Austuríkisbúar geta verið varasamir þegar kemur að örlögum Evrópu eins og sagan hefur sýnt.

Wilhelm Emilsson, 11.5.2014 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband