Föstudagur, 9. maí 2014
ESB-sinni gróf undan mér - jamm
Fyrir nokkrum árum starfaði ég hjá opinberri stofnun sem var í töluverðum samskiptum við háskóla landsins. Eftir bloggfærslu um Evrópumál (og já þær eru orðnar nokkrar) þá hafði háskólaprófessor samband við yfirmann minn og kvartaði. Þetta veit ég vegna þess að yfirmaður minn sagði mér frá þessari kvörtun.
Það er alvanalegt að hinir og þessir taki upp símann eða skrifi tölvupóst til að finna að því að sumir aðrir notfæri sér tjáningarfrelsið til að hafa skoðun á þessu eða hinu. Rétt eins og það er réttur okkar að hafa skoðun, þá hafa Pétrar og Pálar og Skugga-Baldrar út í bæ sinn rétt að kvarta.
Háskólamenn, sumir hverjir, virðast halda að fólk eigi ekki rétt á að kveinka sér undan skrifum þeirra. Það er hálf-hallærislegt viðhorf að vælukjóar grafi undan gagnrýnendum með umkvörtunum. Ef þeir sem gagnrýna þola ekki andbyr ættu þeir kannski að finna sér annað áhugamál.
Athugasemdir
Þeir kunna til verka.
Ragnhildur Kolka, 10.5.2014 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.