Samfylkingardeild XD er ávísun á tap

Sjálfstæðisflokkurinn sýndi sig veiklulegan á landsvísu þegar forystumenn kiknuðu í hnjánum vegna upphlaups samfylkingardeildarinnar, Benedikts J. og Þorsteins Pálssonar, sem kröfðust þess að flokkurinn efndi ekki kosningaloforð um að afturkalla ESB-umsókn Samfylkingar.

Til að mæta kröfum ESB-sinna var leiddur til forystu í höfuðborginni Halldór Halldórsson, sem kemur úr litlu samfylkingardeildinni ásamt þeim ofannefndu auk Sveins Andra, auðvitað.

Og hvað gerist þegar Sjálfstæðisflokkurinn býður fram samfylkingarmann í sauðagæru? Jú, flokkurinn tapar á því en Samfylkingin styrkist.

Til að sýna að það sé líf í Sjálfstæðisflokknum, og að flokkurinn standi fyrir eitthvað annað en eftirgjöf, þá á að efna til sumarþings og afturkalla ESB-umsókn Samfylkingar frá síðasta kjörtímabili.

Eftirgjöf er ávísun á tap - eins og borgarstjórnarkosningarnar munu sýna svart á hvítu.


mbl.is Meirihlutinn í borgarstjórn heldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

Nákvæmlega Páll þetta er kjarninn í málinu. Sá sem ekki stendur með sjálfum sér og sinni stefnuskrá uppsker vantraust , afleiðingin er fylgistap.

Sjálfstæðisflokkurinn ætti að læra af mistökum VG sem sýndu eftirgjöf við stefnu sína og hafa nánast þurrkast út.

Sólbjörg, 9.5.2014 kl. 10:16

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þegar sveitastjórnarkosningar fara fram þá hugsa kjósendur ekki eingöngu um sveitastjórnarmál, þeir horfa á stóru myndina og þá skiptir máli hverjir sitja að völdum í þjóðmálunum og hvernig verk þeirra eða verkleysi fellur í kjósendur.

Ég er hræddur um að hik stjórnarflokkanna, einkum Sjálfstæðisflokksins, í að slíta aðlögunarferlinu að ESB muni kosta flokkana stórt í komandi sveitarstjórnar kosningum.

Almenningur hefur ekki gleymt svikum Vinstri grænna við kjósendur sína og kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru með bæði augu og eyru opin, þeir þola ekkert hálfkák, þegar kemur að málefnum er varðar ESB. 

Kjósendur sögðu NEI við ESB, það er eins gott að þingheimur geri sér grein fyrir því, augu kjósenda hvíla á þeim.

Tómas Ibsen Halldórsson, 9.5.2014 kl. 10:48

3 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Sæll Páll.

Eins og oft áður, leggurðu rétt mat á þessa ESB uppákomu.  Landsfundurinn lagði áherzlu á að umsóknin skyldi dregin til baka.  Það vantaði bara punktinn sem aðgreindi þá samþykkt frá varnaglanum sem hnýttur var aftaná hana, það er að ekki skyldi lagt af stað aftur í slíka vegferð nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.  Þetta hafa ESB sinnar kosið að misskilja á þann hátt, að lofað hafi verið þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna.  Bjarni álpaðist hinsvegar til að tala um þjóðaratkvæðagreiðslu í upphafi kosningabaráttunnar, eins og sú atkvæðagreiðsla væri aðlmálið.  Hún var það aldrei og þessi mistök Bjarna eru að elta hann og Sjálfstæðisflokkinn.  Þetta voru mistök eins stjórnmálamanns, ekki stefna flokksins sem kosinn var vegna andstöðu sinnar við ESB bröltið

Kristján Þorgeir Magnússon, 9.5.2014 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband