ESB-sinnar falsa undirskriftasöfnun

Undirskriftarsöfnun ESB-sinna er fölsuð. Fréttatilkynning ESB-sinna segir að 53.555 hafi skrifað undir. Talning sýnir að af þessum fjölda eru 15.767 sem óska nafnleyndar.

Það er vitanlega galið að bjóða upp á nafnleynd í opinberri undirskriftarsöfnun. Bara það eitt er gerir
undirskriftasöfnunina ómarktæka.

Í fréttatilkynningunni er sagt að fyrir Ferli ehf. hafi yfirfarið undirskriftalistana. Og hvað er fyrir nokkuð fyrirtækið Ferli ehf. Jú, þar er fyrir á fleti G. Valdimar Valdemarsson einn af aðstandendum félagsins Já Ísland sem stendur að undirskriftasöfnuninni.

G. Vald, eins og hann er kallaður, hætti í Framsóknarflokknum á sínum tíma þegar þegar ESB-stefnunni var hafnað. Og núna dúkkar hann upp sem óháður eftirlitsaðili með undirskriftasöfnun ESB-sinna.

Vinnubrögð ESB-sinna eru fyrir neðan allar hellur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það má næstum vorkenna þessum staulum sem í einlægni skrifuðu undir þetta plag. Svo gersamlega hafa aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar niðurlægt þá.

En ég ætla að láta það vera, því þeir hefðu átt að þekkja sína heimamenn.

Ragnhildur Kolka, 9.5.2014 kl. 09:22

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Þetta er nú meiri steypan hjá þér, Páll. Veist þú ekki af hverju kosningar eru hafðar leynilegar í flestum löndum sem kenna sig við lýðræði? Hvernig ættu fjölmiðlamenn og fjölmargir opinberir starfsmenn að geta tekið þátt í undirskriftasöfnun án nafnleyndar?

Sigurður Hrellir, 10.5.2014 kl. 15:00

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Svo sýnir þú sjálfur ágætlega hvernig þetta virkar. Ákveðið fyrirtæki er gert tortryggilegt þar sem einn starfsmanna er einnig aðstandandi Já Ísland. Það er mjög skiljanlegt að fólk kæri sig ekki um að láta nöfn sín birtast þegar búast má við svona löguðu.

Sigurður Hrellir, 10.5.2014 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband