Flugmenn með þreföld meðallaun

Meðalheildarlaun á Íslandi eru 526 þúsund á mánuði. Flugmenn eru með eitthvað í kringum 1500 til 1700 þúsund á mánuði. Eðlilegt er að fjarvistir frá heimilum hækki laun umfram meðaltalið og eflaust er eitthvað annað sem má tína til.

Hér áður notuðu íslenskir flugmenn þau rök að launin þeirra yrðu að vera alþjóðlega samkeppnishæf - annars færu þeir annað. Þeir tala ekki lengur á þessum nótum og skýringin líklega sú að flugmennska á alþjóðavísu gefur töluvert minna í aðra hönd en kaup hjá almenningshlutafélaginu Icelandair.

Þegar við bætist að flugmenn láta ekki uppi um kröfugerð sína þá er óhætt að segja að þeir njóti ekki yfirþyrmandi samúðar almennings sem sættir sig við þriðjung af launum flugmanna.

(aths. í upphaflegri færslu var tala um fjórfaldan launamun  og miðað við regluleg laun - réttari samanburður er heildarlaun).


mbl.is Fella niður 26 ferðir á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það væri kanski við hæfi Páll að þú segðir frá því hvað forstjóri Icelandair er með í laun, Páll samhliða því sem þú hnýtir í flugmenn.Og hvað greitt hefur verið út í arð vegna vinnu þessara flugmanna.Ætli forsrjórinn sé ekki með tíföld meðallaun venjulegs flugmanns.Stjórnvöld hafa síðustu áratugi bara bannað verkföll tveggja starfsgreina á Íslandi.Þeirra sem vinna við sjávarútveg og þeirra sem koma nálægt flugi.Það er mál til komið að starfsfólk þessara starfsgreina venji stjórnvöld af þessu ofbeldi.Hvenig sem það verður gert.Og venji líka blaðasnápa af því að vera stöðugt að básúna laun þessa fólks.Flugstjóri með fólk á flugi, kanski fleiri hundruð manns ber að mínu ályti meiri ábyrgð en forstjóri fyrirtækisins, sem situr á skrifstofu á jörðu niðri.Þetta átt þú að hafa í huga Páll þegar þú stígur upp í flugvél.

Sigurgeir Jónsson, 8.5.2014 kl. 13:23

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Íslenskir flugmenn hafa á sér gott orð.Það er ekki síst þess vegna að ferðamenn velja Icelandair.Bæði íslendingar og erlendir ferðamenn.Og að tala um almenningshlutafélagið Icelandair er bull.Lífeyrissjóðir sem keypta hafa í félginu og hafa híft upp verð á því með að selja sín á milli, hafa um leið hækkað verð til braskara sem keypt hafa.Sumir þeirra sitja í stjórnum lífeyrissjóðanna.Það er skítalykt af félagi sem stöðugt hækkar laun stjórnenda þess og eigendanna en neitar að hækka laun annarra starfsmanna samsvarandi.Ef ríkisstjórn íslands bannar verkfall flugmanna má hún fara til andskotans og lengra ef hægt er. 

Sigurgeir Jónsson, 8.5.2014 kl. 13:35

3 Smámynd: Thor Thorvaldss.

Leigupennar Samtaka Atvinnulífsins þreytast ekki á að ljúga um laun flugmanna. Það má vera að nokkrir flugmenn sem eru í trúnaðarstörfum hjá Icelandair hafi laun sem slagi uppí þetta en ekki hinn almenni flugmaður enda eru margir launaskalar. Laun flugmanna beggja vegna Atlantsála eru hærri hjá sambærilegum flugfélögum og íslenskir flugmenn hafa dregist aftur úr. Fyrir nokkru fóru flugmenn Lufthansa flugfélagsins í verkfall og þurfti félagið að aflýsa um 3000 flugferðum. Það var ekkki upphlaup í fjölmiðlum í Þýskalandi né beitti Lufthansa fyrir sig samtökum sem hafa það eingöngu að leiðarljósi að hámarka sinn hagnað og völd.Þar er litið á flugmannsstarfið sem ábyrgðarstarf og borin er virðing fyrir þeim sem það stunda og að laun eigi að vera í samræmi við það. Við það bætist að flugmenn geta misst vinnuna ef eitthvað ber út af t.d. smá heilsubrestur, afglöp í og utan vinnu og flugmenn og flugumferðarstjórar eru einu stéttir landsins sem hafa verið dæmdar af íslenskum dómstólum fyrir eitthvað sem gat gerst en gerðist ekki, t.d. mögulegur árekstur flugvéla sem þó var afstýrt. Delta flugfélagið birti fyrir skemmstu auglýsingu í USA today þar sem þeir töluðu beint til um 70.000 starfsmanna þessa. Í auglýsingunni sagði að eftir mögur ár væri reksturinn að skila hagnaði og í ljósi þess yrði greidd út hlutdeild í hagnaði. Til að færa okkur nær því þjóðfélagi þar sem hagsmunagæla hinna fáu er ýtt til hliðar og fyrirtæki semja við starfsfólk sitt

bein, þarf að leggja niður Samtök Atvinnulífsins. Þá myndi kannski færast skikk á efnagagsstjórn og eðilegir samkeppnishættir kæmust á sem þó meðlimir samtakanna tala um en með tvískinnungshætti.

Thor Thorvaldss., 8.5.2014 kl. 13:47

4 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Sæll Páll.

Þau laun sem þú eignar flugmönnum Icelandair standast ekki.  Það er enginn flugmaður eða flugstjóri með þau laun sem þú tiltekur.  Það má einnig benda á, að þýzkir flugmenn (Lufthansa) eru með um þreföld laun flugmanna Icelandair.

Kristján Þorgeir Magnússon, 8.5.2014 kl. 14:37

5 Smámynd: Hvumpinn

Einn aðalleigupenni landsins fer hér með fleipur og er ekki annara um sannleikann en endranær.

Hvumpinn, 8.5.2014 kl. 15:54

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Flugmenn fljúga fólki beint á hafsbotn, eða eitthvað álíka alvarlegt, ef þeir fá ekki laun og hvíld í samræmi við afkomunothæfan kaupmátt, ábyrgð og vinnuálag.

Þetta er lífshættulegur leikur hjá þeim sem halda utan um pólitísku yfir-stjórnartaumana ábyrgu!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.5.2014 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband