Fimmtudagur, 8. maí 2014
Uppgjör við hrunið í Reykjanesbæ
Árni Sigfússon og græðgistjórnmál réðu ríkjum á útrásartímum í Reykjanesbæ. Eigur bæjarins voru seldar til að fjármagna skýjaborgir. Hitaveitan var gerð að fjárplógsstarfsemi innlendra og erlendra auðmanna. Stolt bæjarins til áratuga, Sparisjóður Keflavíkur, fór í gjaldþrot enda var hann virkjaður í þágu græðginnar.
Árni Sigfússon var bæjarstjóri allan þennan tíma og Sjálfstæðisflokkurinn í meirihluta. Um Árna er sagt að hann sé svo sannfærandi sölumaður að þegar atvinnuleysingi kemur til hans í viðtal, og segir farir sínar ekki sléttar, fer hann út með bros á vör eftir að Árni telur honum trú um að atvinnuleysi sé ávísun á fastar tekjur - þótt þær heiti bætur.
Íbúar í Keflavík og Njarðvík eru tilbúnir í uppgjör við Árna og félaga og afþakka frekari þjónustu hrunkvöla. Það er merki um heilbrigði almennings suður með sjó.
Meirihlutinn fallinn í Reykjanesbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mjög lýsandi greining á vanda Sjálfstæðisflokksins. Árni, Böðvar og þeir spenntu bogann um of og höfðu ofurtrú á „að þetta reddast“.
Og því miður virðist sem þessir menn hafi lítið kannski ekkert lært af mistökunum.
Eg hefi meiri trú á leið sósíaldemókrata til að byggja upp gott og traust samfélag. Við eigum að horfa sem mest til Norðurlanda og Þýskalands en þar er jöfnuður nokkuð mikill og samfélagið á traustum stoðum.
Guðjón Sigþór Jensson, 8.5.2014 kl. 08:50
Árni hefur barist fyrir sjálfstæði suðurnesjamanna gagnvart ríkisvaldinu.Suðurnesinn hafa og eru í hugum margra á höfuðborgarsvæðinu verstöð.útkjálki eða herstöð sem eigi að vera undir stjórn fólks í 101 R. Vík.Árna hefur tekist að fá marga suðurnesjamenn til að hafna alræði ríkisins á svæðinu og reyna að mynda samstöðu.Það hefur tekist að hluta þótt gera megi betur.Margt hefur farið miður.Og Páll man eflaust vel eftir þeirri Keflavík og Njarðvíkum sem voru á hans uppvaxtarárum.Hann á að gefa sér tíma til að skoða Reykjanesbæ eins og hann lítur út núna.
Sigurgeir Jónsson, 8.5.2014 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.