ESB-sinnar svindla - Óskar Nafnleyndar er fjölfaldaður

Undirskriftarsöfnun felst í því að maður skrifar undir stuðningsyfirlýsingu við tiltekið málefni. Þessi stuðningsyfirlýsing er merkingarlaus nema maður kannist opinberalega við hana. Allir eldri en tvævetur skilja þessa einföldu meginreglu.

Nema ESB-sinnar. Þeir bera Óskar Nafnleyndar á borð fyrir alþjóð og kalla það stuðningsyfirlýsingu við málstaðinn. Vinnubrögðin lýsa svindláráttu ESB-sinna; aðlögunarferli heita óskuldbindandi viðræður; evra er betri en króna þótt hún valdi eymd og atvinnuleysi um allt meginland Evrópu; ESB-umsókn má senda til Brussel án þjóðaratkvæðagreiðslu en alls ekki afturkalla nema með þjóðaratkvæðagreiðslu.

Undirskriftarsöfnun ESB-sinna er algerlega ómarktæk. Og að auglýsa að  53.555 Íslendingar hafi skrifað undir þegar Óskar Nafnleyndar er fjölfaldaður inni í þessari tölu sýnir einbeitta ósvífni ESB-sinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

"Fair play" virðist vera svo langt frá þeirra markmiðum. En tala samt tungum tveim um lýðræði og réttlæti.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2014 kl. 17:56

2 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Kennitölur liggja fyrir. Í almennum kosningum njóta menn nafnleyndar. Er það dæmi um „ósvífni" og „svindláráttu" lýðræðissinna?

Wilhelm Emilsson, 7.5.2014 kl. 18:49

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Wilhelm, þegar þú ert búinn að átta þig á að kosningar og undirskriftasöfnun er sitthvað - þá getum við talað saman.

Páll Vilhjálmsson, 7.5.2014 kl. 19:36

4 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Wilhem, í almennum kosningum þarftu að gera grein fyrir þér. Hjá Já Ísland er hægt að gubba inn kennitölum án þess að þurfa að staðfesta þær á einn eða annan hátt.

Eggert Sigurbergsson, 7.5.2014 kl. 19:47

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Þegar þú svarar, Páll, þá er það alltaf dæmi um að þú hefur hlustað og hugsað þig aðeins um. Það er allt sem ég vil.

Hér er vinsamleg tilfallandi athugasemd: Farðu niður í bæ--já, 101 Reykjavík--og fáðu þér kaffi og slakaðu á innan um samlanda þína. Líttu í kringum þig. Þetta eru ekki allt föðurlandssvikarar og Quislingar.

Wilhelm Emilsson, 7.5.2014 kl. 20:07

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Eggert: „gubba"--góður!

Wilhelm Emilsson, 7.5.2014 kl. 20:08

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Nú láta þeir eins og undirskriftalistar jafngildi kosningum og réttlæta þannig myrkraverkin. Eru menn búnir að gleyma latunum út af Icesave undirskriftunum? Þá allt gert til að tortryggja undirskriftirar og ekki minnst einu orði á kosninga leynd.

Ragnhildur Kolka, 7.5.2014 kl. 20:20

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta er ómarktækt með öllu,ég ætla að verða mér úti um eintak,hef ástæðu til að fara yfir kennitölur þær sem ekki eru með nafni. Sama þó ég liggi yfir því nótt sem nýtan dag. ---

Helga Kristjánsdóttir, 7.5.2014 kl. 22:00

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Helga mín, tékkaðu á því hvort ég er á listanum?

Halldór Jónsson, 7.5.2014 kl. 23:03

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Með ánægju Halldór minn.

Helga Kristjánsdóttir, 7.5.2014 kl. 23:41

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já og mér líka. ég vil ekki vera á svona lista.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.5.2014 kl. 00:27

12 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

... og mér líka, ég vil ekki vera þarna, mín kt. er 030146-7519 ....  

Sigurbjörn Friðriksson, 8.5.2014 kl. 00:38

13 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Að sjálfsögðu frú mín góð,kannski frem ég ofbeldi ef þannig skipaðist veður í lofti,sem sagt rið okkur út af!!!!

Helga Kristjánsdóttir, 8.5.2014 kl. 00:40

14 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

0710453909 á ekki að vera á listanum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.5.2014 kl. 07:47

15 Smámynd: Baldinn

Páll síðuhafi nær nýrri lægð og svo stekkur hver stór kanónan fram á fætur annari með hnit miðaðar athugasemdir.  Já ég skil ykkur alveg, þetta er greynilega allt falsað og ekki kæmi á óvart þó að það væru einhverjir stór hættulegir útlendingar sem stæðu á bakvið þetta.

Baldinn, 8.5.2014 kl. 09:07

16 Smámynd: Skeggi Skaftason

Bíddu nú við, var ekki fullt mark tekið á Icesave undirskriftalistum??

Veit ekki betur en að þeir höfðu hér heilmikil áhrif og beinlínis stýrðu ákvörðunum Bessastaðabónda.

Skeggi Skaftason, 8.5.2014 kl. 10:37

17 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Skafti, jú fullt mark eftir að forseti vor hafði látið samkeyra listann. Á þeim lista bað enginn,um að nafni sínu yrði haldið leyndu.

Helga Kristjánsdóttir, 8.5.2014 kl. 11:00

18 Smámynd: Baldinn

Alvarlegt er það þegar stór hluti fólks þorir ekki að láta birta nafn sitt af ótta við að það hafi neikvæðar afleiðingar.

Annars hefur það komið fram að á Alþingi er listi með öllum nöfnunum og kennitölum.

Baldinn, 8.5.2014 kl. 11:37

19 Smámynd: Skeggi Skaftason

Forestinn lét ekki "samkeyra" neina lista, heldur valdi út einhverjar stikkprufur og hafið samband við, ef ég man rétt.

Skeggi Skaftason, 8.5.2014 kl. 21:58

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ertu að tala um Forest Gump?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2014 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband