Hvers vegna er Rússland ekki í ESB?

Rússland er meiri Evrópuþjóð en t.d. Tyrkland, hvort heldur sem er mælt á sögulegan, landfræðilegan eða menningarlegan mælikvarða. Engu að síður er Tyrkland umsóknarríki að Evrópusambandinu en Rússland ekki.

Frá sjónarhorni Brussel er Rússland of stórt fyrir Evrópu. Séð frá Moskvu er Evrópusambandið verkfæri tveggja þjóða sem réðust inn í Rússland á síðustu öld og öldinni þar á undan. Til að verjast ásókn Frakka og Þjóðverja þurfa Rússar að eiga vinveittar ríkisstjórnir í Austur-Evrópu. 

Evrópusambandið og Rússland munu ekki ganga í eina sæng heldur takast á um forræðið yfir Austur-Evrópu. Hér er á ferðinni gamalkunnugur stórveldaslagur þar sem Úkraína er fyrsta fórnarlambið.

Valdajafnvægið, sem ákveðið var í lok seinni heimsstyrjaldar, er í upplausn. Valdajafnvægi mun ekki nást fyrr en áhrifasvæði Evrópusambandsins annars vegar og hins vegar Rússa verða skilgreind upp á nýtt. Spurningin er hve margir þurfa að þjást áður en valdajafnvægið finnst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Fantagóður punktur!

Eggert Sigurbergsson, 7.5.2014 kl. 19:51

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta eru áhugaverðar pælingar hjá þér en þú sleppir samt alveg úr dæminu þætti NATO og Bandaríkjanna sem risaveldi í því sem er að gerast.

George Bush eldri lofaði Gorbasjof því þegar þeir gerðu samkomulag sitt á Möltu, eftir að Múrinn féll, að láta NATO ekki færa út kvíarnar til austurs.

En hann og Clinton heyktust á því að efna þetta loforð enda er erfitt að hamla gegn Rússahræðslu/fælni Pólverja og fleiri Austur-Evrópuþjóða eftir tæprar hálfrar aldar yfiráð Rússa yfir þessum þjóðum.

Nú virðast bandarísku haukarnir vera óánægðir með linku Þjóðverja og ESB-þjóða gagnvart Rússum og það rímar ekki við þá kenningu að einhver blanda af stefnu Napóleons og Hitlers sé eina atriðið í þessu máli.

Ómar Ragnarsson, 7.5.2014 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband