Þriðjudagur, 6. maí 2014
Stríðsógn í þágu Stór-Evrópu, lýðræðið virkar ekki
Evrópusambandið stækkar í austur, hvort sem almenningur vill það eða ekki, segir van Rompuy forseti leiðtogaráðs ESB og gefur Pútín í Rússlandi rök í ofsóknarorðræðuna sem kyndir undir Úkraínudeilunni.
Stór-Evrópa gæti orðið til sem skálkaskjól vegna stríðsógna í austri. Stríðsæsingar þjappa ríkjum saman, um það eru ótal dæmi allt frá dögum Pelópsskagastríði Spörtu og Aþenu. Tilraunir elítunnar í Brussel til að smíða Stór-Evrópu í kringum gjaldmiðil runnu út í sandinn og hernaðarbrölt er til muna öflugra meðal.
Víst er að lýðræðið er ekki hvati til samrunaþróunar álfunnar. Fyrirsjáanlegir sigurvegar kosninganna til Evrópuþingsins í lok mánaðar eru flokkar sem krefjast afbyggingar ESB ef ekki beinlínis að sambandið verði lagt niður.
Hægrimenn í ESB sameinast um Juncker til að verða næsti forseti framkvæmdastjórnarinnar og vinstrimenn bjóða fram þann þýska Schulz. Hvorugur býður af sér slíkan lýðræðisþokka að gagn sé af. Tillögur eru um að sniðganga niðurstöður Evrópuþingkosninganna og finna betri forseta. Sigmar Gabríel leiðtogi þýskra jafnaðarmanna segir það yrði forheimskun að virða ekki niðurstöðu kosninganna.
Vandræði Evrópusambandsins er að lýðræðislegt umboð Evrópuþingsins er hallærislega lélegt. Eftir því sem ríkjum ESB fjölgar lækkar hlutfall kjósenda sem nenna á kjörstað, - aðeins 43% greiddu atkvæði í síðustu kosningum.
Lýðræðið virkar ekki í Evrópusambandinu en stríðstól koma hreyfingu á málin. Félagsskapur sem þarf skriðdreka til að stækka er ekki eftirsóknarverður.
Athugasemdir
Hvað getur manneskja gert og sagt um stríð og ógnir þess? Værum við ekki dauðleg þýddi lítið að ógna okkur með drápstólum. En við erum það og menn missa og sakna í þessu brjálæði og hluttekning okkar,fjarri hildarleiknum er innileg hvoru megin ,borðs,sem er. EN það er verið að sækja mig í Euro,gott að geta gleymt þessu að minnsta kosti á meðan.
Helga Kristjánsdóttir, 6.5.2014 kl. 17:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.