Mánudagur, 5. maí 2014
Lögreglan dregin inn í pólitískan hráskinnaleik
Svokallað lekamál er að stærstum hluta tilbúningur, kokkaður upp aðgerðarsinnum á DV og borinn fram af vinstrimönnum til að klekkja á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Tilbúningurinn fékk vængi þegar saksóknarinn í landsdómsmálinu, sem starfaði í þágu pólitískra ofsókna ríkisstjórnar Jóhönnu Sig., vísaði málinu til lögreglurannsóknar.
Málið snýst um grun um vændisstarfsemi hælisleitanda. Aðgerðasinnar úr röðum vinstrimanna, Teitur Atlason bloggari á DV og frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingar þar á meðal, finnst réttur hælisleitanda til að þagað yrði um grunsemdirnar um afbrot ríkari en réttur almennings af fá upplýsingar um grun um afbrotaferli hælisleitandans. Eins og það sé ekki nóg til af flekklausum flóttamönnum að veita hæli hér á landi að ekki þurfi að púkka upp á vafagemsa.
Fjölmiðlar birtu upplýsingar um grunsemdirnar og þá varð ,,lekamálið" til. Það er hallærislega hálfvitalegt, en vel í anda vitleysisgangs vinstrimanna, að þeir krefjast núna að blaðamenn hætti að gæta trúnaðar gagnvart heimildamönnum sínum svo að þeir geti haldið áfram að slá pólitískar keilur undir yfirskini mannúðar.
Lekamálið svokallaða er áminning um hvar óábyrgustu og verstu þættir íslenskra stjórnmála eiga heima: í Samfylkingunni.
Fyrir neðan allar hellur og sýnir lítinn skilning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Páll,
í réttarríki gildir sú almenna regla að maður sé saklaus uns sekt hans sé sönnuð.
Þetta gildir um þig og mig og líka þelþökka hælisleitendur.
Hælisleitandinn sætti ekki rannsókn vegna afbrota þegar lekamálið kom upp, hann hafð tengst rannsókn á máli rúmu ári áður en var ekki ákærður um neitt. Rannsókn á mögulegum þætti hans var löngu lokið.
Þetta myndir þú vita ef þú myndir kynna þér mál sem þú skrifar um.
Annað í minnisblaðinu svokallaða var hreint og beint slúður, svo sem um það hvort hann væri verðandi faðir tiltekins ófædds barns.
Finnst þér réttlætanlegt að yfirvöld, sem safna m.a. viðkvæmum persónuupplýsingum í tengslum við hælisumsóknir, leki slíkum upplýsingum í fjölmiðla til að sverta einstaklinga sem reka erindi fyrir yfirvöldum?
Skeggi Skaftason, 5.5.2014 kl. 11:13
Skeggi, ef yfirvöld rannsaka hælisleitanda vegna gruns um afbrot eigum við sem samfélag rétt á því að fá upplýsingar um þá rannsókn. Enda hljótum við að vanda valið á þeim sem við veitum hæli. Nægir eru umsækjendurnir og við eigum nóg með heimaframleidda afbrotamenn.
Páll Vilhjálmsson, 5.5.2014 kl. 11:27
En ef yfirvöld rannsaka ÞIG vegna gruns um afbrot, eigum við sem samfélag rétt á því að fá upplýsingar um þá rannsókn?
Verður þá ekki að minnsta kosti að fylgja með upplýsingunum að rannsókninni sé lokið og að þú liggir ekki undir grun?
Eiga að fylgja með upplýsingar um það hjá hvaða konum þú hefur sofið síðustu 18 mánuði?
Eða á hælisleitandi að njóta annarra og minni mannréttinda en þú??
Skeggi Skaftason, 5.5.2014 kl. 12:13
Ef ég væri hælisleitandi, t.d. í Nígeríu, væri ósköp eðlilegt að þarlend yfirvöld rannsökuðu hvers konar pappír ég væri. Síðast þegar ég gáði var ekki afbrot að sofa hjá konum, að skilyrðum eins og gagnkvæmu samþykki uppfylltum, en vændi er afbrot.
Páll Vilhjálmsson, 5.5.2014 kl. 12:20
Páll:
Þessi umræddi hælisleitandi var jafn sekur um vændisstarfsemi og þú.
Skeggi Skaftason, 5.5.2014 kl. 12:49
Skeggi, með þinar rannsóknaaðferðir og skörpu dómgreind þurfum við hvorki lögreglu né saksóknara.
Páll Vilhjálmsson, 5.5.2014 kl. 13:08
Páll,
þessar grunsemdir voru rannsakaðar, maðurinn var ekki ákærður og rannsókn á þætti hans er löngu lokið.
Er maðurinn sekur í þínum augum? Eða eigum við að dæma hann opinberlega án ákæru og dóms?
Hvernig réttarríki vilt þú búa í??
Skeggi Skaftason, 5.5.2014 kl. 14:19
Ertu á launum við að skrifa þennan pistil eða ertu kominn yfir í heim afneitunnar ... ?
Jón Páll Garðarsson, 5.5.2014 kl. 16:55
Þetta svokallaða "lekamál er ekki einu sinni "stormur í tebolla"
Þetta er fárviðri í fingurbjörg !
Gunnlaugur I., 5.5.2014 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.