Laugardagur, 3. maí 2014
Samfylkingarflokkur Benedikts og Sveins Andra
Benedikt Jóhannesson og hugmyndafræðingur hans, Sveinn Andri Sveinsson, ætla að stofna ESB-flokk til höfuðs Samfylkingunni, sem til skamms tíma sat einn flokka að ESB-inngöngustefnu. Sveinn Andri tilkynnti úrsögn úr Sjálfstæðisflokknum og Benedikt hlýtur að gera það von bráðar.
Benedikt og Sveinn Andri stefna sínum flokki aftur til fortíðar, kalla framtakið viðreisnin, með vísun í viðreisnarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Síðasta tilraun þessara stjórnmálaafla til að vinna sama var hrunstjórn Geirs H. Haarde. Sporin hræða ekki jafn vaska menn og Benedikt og Svein Andra.
Meginmarkmið Samfylkingarflokksins er að gera Ísland hluta af Evrópusambandinu. Virtur þýskur blaðamaður, Henryk M. Broder, sagði nýlega að Evrópusambandið væri risastór tilraun með 500 milljónir tilraunakanínur. Að bæta rúmlega 300 þús. íslenskum tilraunakanínum er trúlega litið mál.
Broder rifjar upp stjórnarhætti Evrópusambandsins, eins og þeim er lýst af fyrrum forsætisráðherra Lúxembúrg,
Wir beschließen etwas, stellen das dann in den Raum und warten einige Zeit ab, was passiert. Wenn es dann kein großes Geschrei gibt und keine Aufstände, weil die meisten gar nicht begreifen, was da beschlossen wurde, dann machen wir weiter Schritt für Schritt, bis es kein Zurück mehr gibt.
(Við ákveðum eitthvað, látum ákvörðunina standa á opinberum vettvangi um sinn og bíðum átekta. Ef enginn gerir hávaða og mótmælir, enda skilja fæstir ákvörðunina, þá höldum við áfram, skref fyrir skref uns ekki verður aftur snúið.)
Samfylkingarfólk sem skundar á Austurvöll stillir upp sem tilraunakanínur Benedikts og Sveins Andra sem stefna að Samfylkingarflokki með hægripólitík. Árni Páll situr heima í Kópavogi með skeifu enda flokkurinn í heimabyggð klofinn og flokksmenn híma undir regnhlíf á Austurvelli eftir herútboð hægrimanna. Og enginn fattar fyrr en allt er um seinan.
Þegar Benedikt og Sveinn Andri eru búnir að hirða samfylkingarfólkið í nýjan Samfylkingarflokk hægrimanna er búið að grisja Sjálfstæðisflokknum gott rými til að verða aftur stórveldi íslenskra stjórnmála.
Sjöundi útifundurinn á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er ekki að ná líkingunni hjá M.Broder,að ESbéið sé risastór tilraun með 500 millj. tilraunakanínur. Assgoti er maður illa að sér í dýrafræði,að vita ekkert um kanínur nema hvað þær fjölga sér hratt og mikið. Það var þá þessu undarlega sambandi líkt að hleypa til,svo fleiri ráfi um vinnulausir og umkomulausir. Ekki beint hátt á þeim risið Barroso & c/o.
Helga Kristjánsdóttir, 4.5.2014 kl. 01:24
Páll skrifar: „Þegar Benedikt og Sveinn Andri eru búnir að hirða samfylkingarfólkið í nýjan Samfylkingarflokk hægrimanna er búið að grisja Sjálfstæðisflokknum gott rými til að verða aftur stórveldi íslenskra stjórnmála."
Sjálfstæðisflokkurinn klofnar, en í huga Páls þýðir það að hann verður aftur stórveldi. Ég held að Páll verði að útskýra aðeins betur hvernig þetta virkar.
Wilhelm Emilsson, 4.5.2014 kl. 05:15
Kannski gerir hann það,en vita skaltu að margir Sjálfstæðismenn þola illa flokksmenn,sem rífa allt niður sem meirihlutinn hefur samþykkt.-Þú getur rétt ýmyndað þér hve margir hverfa aftur til síns gamla góða flokks,þegar Esb.liðar eru komnir í Samfylkinguna,þar sem þeir eiga heima.
Helga Kristjánsdóttir, 4.5.2014 kl. 05:54
Helga,
Já, já, við skulum bara bíða og sjá. Ég held nú að þetta sé ímyndun hjá þér :)
Wilhelm Emilsson, 4.5.2014 kl. 20:23
Hvaða við,? Ekki ég,get bara ekki beðið eftir sjá þá álpast út í foraðið.
Er of fljót að stympla ypsilon þar sem það á ekki að vera,en ímynd er huglægt innsæi, mine beutiful mind !!!!
Helga Kristjánsdóttir, 4.5.2014 kl. 22:20
Hæ, Helga. Þegar ég sagði „við" átti ég við okkur öll. Það er ekkert að því að hafa gott ímyndunarafl!
Wilhelm Emilsson, 7.5.2014 kl. 18:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.