Evran vopn ESB í Úkraínu

Fyrrverandi utanríkisráðherra Þýskalands leggur til að Pólland taki upp evru til að sýna Rússum í tvo heimana. Joschka Fischer segir að taki Pólland upp evru myndi það senda sterk skilaboð til Pútíns Rússlandsforseta að ríki Evrópusambandsins standi saman gegn auknum áhrifum Rússa í austurhluta álfunnar.

Fischer segir Rússa ætla að sölsa undir sig austurhluta Úkraínu og freista þess að efla áhrif sín í nágrannaríkjum. Pólland, sem er ESB-ríki, en lætur sér ekki til hugar koma að taka upp evruna vegna þess að það er efnahagslega óskynsamlegt.

Engu að síður gæti Pólland þurft að taka upp ónýtan gjaldmiðil til að kaupa sér vernd gegn ásælni Rússa. Þjóðverjar og Rússar skiptu með sér Póllandi upphafi seinna stríðs. Núna, segir Fischer, þarf Pólland að ákveða hvar hagsmunum landsins er best borgið.

Þýskir fjölmiðlar ræða tillögu Fischer í samhengi við stórveldahagsmuni Evrópusambandsins annars vegar og hins vegar Rússa. Þeir vekja athygli á að Fischer, sem var utanríkisráðherra í stjórn jafnaðarmannsins Gerhards Schröder, talar af meiri andúð um Rússa en Schröder, sem djammaði með Pútín nýverið.

Evran er pólitískur gjaldmiðill, tillaga Fischer staðfestir það enn og aftur.


mbl.is Þjóðarsorg lýst yfir í Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband