Föstudagur, 2. maí 2014
Háskólamenn og umræðan
Algengur misskilningur hjá háskólamönnum, sem gefa sig í pólitíska umræðu, er að hún lúti sömu lögmálum og fræðileg umræða. Fræðimenn í háskólum eru sérfræðingar á afmörkuðu sviði en pólitík er eðli málsins samkvæmt ekki einskorðuð við fræðasvið heldur er hún almennari.
Í pólitískri umræðu skiptir trúverðugleiki meira máli en fræðileg dýpt. Þeir háskólamenn sem afklæðast fræðiskikkjunni og gefa frá sér galgopalegar yfirlýsingar um pólitísk hitamál verða lengi að endurheimta tiltrú - ef þeir gera það nokkru sinni.
Í pólitískri umræðu er oft tekist á um mikla hagsmuni. Háskólamenn verða þess vegna gera ráð fyrir að fá ,,gusur" á sig, eins og Guðni Th. Jóhannesson orðar það.
Það er æskilegt að sem flestir taki þátt í umræðunni og háskólamenn verða að nálgast hana á réttum forsendum.
Athugasemdir
Góður punktur hjá þér Páll, Mér hefur persónulega fundist að margir af háskóla prófessorum sem hafa verið að tjá sig í pólitíska leðjuslagnum og tilgreint stöðu sína til að reyna að gefa skrifum sínum meira vægi séu oftar en ekki að draga Háskólasamfélagið niður í svaðið með því, mörgum þeirra færi betur að halda sig á hinum Akademíska vettvangi.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 2.5.2014 kl. 10:06
Það er endalaust hægt að hlægja að bullinu í Þórólfi og Gylfa en einhvernveginn fæ ég einhvern flökurleika af því að hlusta á Þorvald.
Gunnar Heiðarsson, 2.5.2014 kl. 16:33
Já sjáið Cúbu-Gylfa norðursins og Þórólf sem og Þorvald Gylfason sem er fyrir mjög löngu búinn að sverta fræðaheiður deildarinnar sinnar með tali sínu út og suður eins og þar tali sá sem hefur vit á hagfræði og fleiru en talar þannig út og suður tóma þvælu að flestir heilvita menn, eða allt að því heilvita, sjá vitleysuna sem hann hefur svo iðulega sett frá sér til að styðja við sitt fólk í stjórnmálum
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.5.2014 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.