Fimmtudagur, 1. maí 2014
Benedikt hættur í Sjálfstæðisflokknum
Benedikt Jóhannesson, síendurkjörinn formaður félagsskapar ESB-sinna, sem einu sinni hétu Sjálfstæðir Evrópumenn, þá Sterkara Ísland en núna Já Ísland (og næst líklega Halló Hafnarfjörður), gefur það út í Fréttablaði ESB-sinna að margboðað framboð til borgarstjórnar Reykjavíkur er slegið af.
Fáir sinntu kalli Benedikts síendurkjörna. Jórunn heiðurskona úr síðasta sæti Sjálfstæðisflokksins í borginni hlýddi að vísu kallinu en það dugði ekki til.
Benedikt ætlar þó ekki að leggja árar í bát enda með annan öflugan liðsmann, Svein Andra, sem mun leggja til hugmyndafræðina í nýjan hægriflokk ESB-sinna. Í fréttinni í málgagninu segir
Hægri menn ætla að halda tvo undirbúningsfundi í vor. Í kjölfarið á að stofna nefnd sem á að hafa veg og vanda af því að stofna flokkinn.
Af þessu má ljóst vera að feikna gangur er í undirbúningnum, heilir tveir undirbúningsfundir haldnir á vormánuðum og þar smalað í sérstaka nefnd til að stofna flokkinn. Þegar stofnað er til fjöldahreyfingar sem á að kollvarpa hugmyndum okkar um stjórnmál verður að vanda til verka.
Benedikt hlýtur að vera hættur í Sjálfstæðisflokknum, fyrst hann er kominn á kaf i að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Hvers vegna hefur enginn fjölmiðill sagt frá því að Benedikt Jóhannesson sé hættur í Sjálfstæðisflokknum?
Athugasemdir
Já kæri Páll.
Við hljótum að kalla eftir því að Petrea skrifstofustjóri Sjálfstæðisflokksins upplýsi fjölmiðla um það hvort Benedikt sé enn félagi í Sjálfstæðisflokknum eður ei !
Ekki seinna vænna að vita hvort Benedikt og Sveinn Andri séu báðir hættir.sent úrsögn
Ef ekki - ef þeir hafa ekki enn sent úrsögn úr Sjálfsrtæðisflokknum, vitnar það um meira siðleysi þeirra en flestir áttu þó von á og þóttust þekkja í þeim.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.5.2014 kl. 16:55
Eru bara ekki flestir sannir sjalfstaedismenn og konur satt vid ad sja a eftir honum. Farid hefur fe betra og varla mikid tjon fyrir flokkinn ad missa hann og fleiri fullveldisafsalssinna yfir i einhverskonar samfylkingarafsjalfstaedisflokk. Verdi theim ad godu.
Halldór Egill Guðnason, 1.5.2014 kl. 17:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.