Fimmtudagur, 1. maí 2014
Þjóðríkjareglan og stjórnleysið í Evrópu
Úkraína er stjórnlaust land enda hlýðir ekki nema hluti landsmanna ríkisstjórninni í Kænugarði. Rússneski minnihlutinn er í reynd búinn að segja sig úr lögum við þjóðríkið Úkraínu.
Þjóðríkjareglan, sem dregin var af 14 punkta yfirlýsingu Wilsons Bandaríkjaforseta við lok fyrra striðs, er í upplausn.
Hvort Úkraína liðast formlega í sundur eða fundin verði leið að halda landinu að nafninu til í einu lagi , t.d. með því að skipta landinu upp í sambandsríki með víðtæka sjálfsstjórn, er ómögulegt að segja til um.
Hitt er öllum ljóst að umbrotaskeiðinu á meginlandi Evrópu er hvergi nærri lokið.
Treystir ekki eigin hersveitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.