Miðvikudagur, 30. apríl 2014
Evrópustofa í innanlandspólitík
Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastýra Evrópustofu boðaði til lokaðs fundar útvalinna kvenna til að kynna þeim væntanlegt hryggstykki í pólitískri brúarsmíð á Íslandi. Umrætt hryggstykki er Ragna Árnadóttir fyrrv. dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sig.
Bakgrunni fundarins er þessi: kvennaklúbbur samfylkingardeildar Sjálfstæðisflokksins vill byggja brú yfir í 12,9%-flokkinn.
Nú er eðlilegt að flokkar og flokksbrot á jaðri stjórnmálanna leit sér bandamanna. En það er heldur óviðkunnanlegt að Evrópustofa, sem er fullfjármögnuð áróðursmiðstöð ESB, skuli vera í milligöngu um pólitíska brúarsmíð á Íslandi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.