Bennaframboðið dautt eins og ESB-umsóknin

Jórunn Frímannsdóttir virðist ein um að skrá sig á framboðslista Benedikts J., Sveins Andra og Þorsteins Páls. Eini þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem greiddi atkvæði með ESB-umsókn Össurar, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, afþakkaði félagsskapinn.

Benedikt var búinn að lofa fréttum af framboðinu fljótlega eftir páska. Það er á mörkunum að það teljist frétt að Jórunn, sem sat í síðasta sætinu á framboðslista Sjálfstæðisflokksins, skuli biðjast undan þessu ábyrgðarmikla hlutverki til að taka sæti á Bennaframboði.

Tilhlaup Jórunnar og þeirra sem hún vélar með var þó harla fagmannlega unnið og gaf fyrirheit um að stórfylking ESB-sinna á hægri vængnum myndi láta til sína taka.

En þrátt fyrir aðstoð sjónvarpsmannsins sem stundum er tekinn í viðtal í eigin þætti, þá heyrist ekki meira af fjöldahreyfingunni.

Eftir öllum sólarmerkjum að dæma er Bennaframboð ESB-sinna dautt eins og umsóknin.  Samfylkingin andar léttar enda ESB-atkvæði meðal kjósenda svo fá að þau eru varla til skiptanna.


mbl.is Nýr í heiðurssætið í stað Jórunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband