Þriðjudagur, 29. apríl 2014
Flokkurinn sem vill selja Ísland
Alþýðuflokkurinn, forveri Samfylkingar, var heimili helstu andstæðinga þess að Ísland stofnaði lýðveldi árið 1944. Alþýðuflokkurinn þáði styrki frá Jafnaðarmannaflokknum í Danmörku og gilti þar að sá á hund er fæðir.
Alþýðubandalagið gekk til liðs við Alþýðuflokkinn og stofnaði Samfylkinguna um nýliðin aldamót. Starfsemi Alþýðubandalagsins og forvera var að hluta fjármögnuð með rússagulli enda sáust þess merki í stefnumálum flokksins.
Samfylkingin vill framselja fullveldið til Brussel með því að knýja á um að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Samfylkingarmenn gefa út rafritið Herðubreið og þar má lesa pistil sem heitir Flokkurinn sem vill eiga Ísland.
Þegar valið stendur milli stjórnmálaflokks sem vill Ísland í íslenskum höndum annars vegar og hins vegar flokk sem vill Ísland í útlendum höndum þarf maður að vera verulega illa innrættur til að velja seinni kostinn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.