Mánudagur, 28. apríl 2014
Stríð skila (oft) jákvæðum árangri
Stundum þarf stríð til að koma skikki á hlutina, útkljá deilur og koma í veg fyrir langvinnar smáskærur. Staðbundið stríð í Úkraínu, sem t.d. skipti landinu upp líkt og Þýskalandi var skipt upp eftir seinna stríð, gæti verið farsælli niðurstaða en óskipulagt ofbeldi sjálfskipaðra og illa agaðra hópa í hermennskuleik.
Stríð skilar sterku ríkisvaldi, segir í nýrri bók eftir Ian Morris sem fær jákvæða dóma sums staðar þótt aðrir setji fyrirvara við meginályktanir höfundar. Sterkt ríkisvald einokar ofbeldi og heldur friðinn, er rökfærsla Morris.
Stríð voru lengi ásættanleg leið að útkljá óleysanlegar milliríkjadeilur. Fyrri heimsstyrjöld breytti viðhorfum manna til stríðs enda kostaði hún full mörg mannslíf, að áliti deiluaðila. Eftir seinna stríð var kjarnorkuógnin bremsa á stríðsrekstur í áratugi, þ.e. á Vesturlöndum.
Hundrað ár eru frá fyrra stríði og kjarnorkuógnin takmarkaðri en hún var fyrir tveim til þrem áratugum. Stjórnmálamenn nota þau verkfæri sem aðstæður leyfa hverju sinni. Stríð er eitt þeirra.
Gripið til frekari refsiaðgerða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held að stríð séu oftast til ills. Menn sögðu eftir Fyrri heimsstyrjöldina að hún yrði "stríðið til að binda endi á öllu stríð" en sömu menn stóðu að friðarsamningum sem gerðu framhaldssstríð óhjákvæmilegt.
Í Seinni heimsstyrjöldinni skömmuðust Þjóðverjar sín svo mikið fyrir að hafa stutt nasista, að þeir létu sig hafa það að 14 milljónir Þjóðverja voru reknir úr landi til að rýma fyrir útþenslu Póllands til vesturs og til að rýma fyrir Tékkum í Súdetahéruðunum.
Nasisminn var svo óheyrilega villimannlegur að sameiginlegur vilji allra til að afmá hann og alla hans landvinninga og meira til í burtu nægði til að koma á friði varðandi þessa þjóðflutninga og breyting á landamærum.
Falklandseyjastríðið 1982 negldi sennilega niður yfirráð Breta yfir eyjunum um alla framtíð.
En of oft er trú á mátt hervalds ráðandi þegar leysa mætti deilur með samningum og of oft skapa stríð einungis ástæðu fyrir að ófriður brjótist út á ný.
Ómar Ragnarsson, 28.4.2014 kl. 22:36
Stríð fellur þá samkvæmt ályktunum Ian Morris undir það ,,fáa sem er svo með öllu illt,,--en óneitanlega fylgja því fórnir,rétt eins og í smá skærunum. Vegna hversu stríð er oft notað um þær jafnvel vopnlausar,er merking þess í mínum huga ekki eins vofveifleg og styrjöld. --Ef fyrri heimsstyrjöldin breytti viðhorfum deiluaðila vegna full margra mannslífa,sem þeir misstu geri ég ráð fyrir í átökum sín á milli,ætti sú seinni að minna þá á sjálft HELVÍTIÐ. Mig undrar ekki að margir setji fyrirvara um meginályktanir höfundar.
Helga Kristjánsdóttir, 28.4.2014 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.