BHM í klóm ESB-sinna

Bandalag háskólamanna, BHM, hefur ekki leitað til sinna félagsmanna um afstöðu þeirra til aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Engu að síður skrifar formaður BHM og frambjóðandi Bjartar framtíðar, Guðlaug Kristjánsdóttir, umsögn til alþingis þar sem lagst er gegn afturköllun ESB-umsóknar ríkisstjórnar Samfylkingar og VG.

Formaður BHM starfar ekki í umboði Bjartar framtíðar sem formaður stéttarfélags og getur ekki í nafni BHM skrifar umsögn þar sem tekin er afstaða til Evrópumála.

Aðalfundur BHM er eftir tvo daga. Í skýrslu stjórnar er hvergi getið um umboðslausu umsögn formannsins og er þó margt léttvægara tínt til. Ekki heldur er gert ráð fyrir umræðum um málið á aðalfundi.

Félagsmenn BHM hljóta að spyrja sig í hverra þágu formaður BHM starfar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það reynist mörgum formanni félagasamtaka erfitt að greina milli pólitískra skoðana sinna og umbjóðenda sinna.

Ragnhildur Kolka, 29.4.2014 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband