Gísli Marteinn býður ESB-sinnum að ræða Sjálfstæðisflokkinn

Málefni Sjálfstæðisflokksins verða til umræðu í sunnudagsþætti Gísla Marteins Baldurssonar á RúV.

Til að ræða Sjálfstæðisflokkinn af sanngirni og frá sem flestum sjónarmiðum fær Gísli Marteinn þau Ólaf Stephensen ritstjóra Fréttablaðsins, sem var formaður samtaka ESB-sinna og heldur upp reglulegum skrifum um að Íslandi eigi að ganga í ESB, og Ragnheiði Ríkharðsdóttur, sem er eini þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem greiddi atkvæði með tillögu Össurar að sækja um aðild að ESB.

Gísli Marteinn hefði átt að ganga hreint til verks og fá tvo samfylkingarmenn að ræða Sjálfstæðisflokkinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

mér fynnst þetta bara gott val hjá gísla m. glórulaust væri auðvitað að fá 'svartstakka' til að ræða um flokkinn sinn

Rafn Guðmundsson, 27.4.2014 kl. 09:07

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Gísli Marteinn tekur hér Hallgrím Thorstenson sér til fyrirmyndar, en hann tryggði sjónarmiðum Samfylkingarinnar alltaf drýgstan hlut í þáttum sínum. Ragnheiður Ríkarðsdóttir, Þorgerður Katrín og Benedikt Jóhanns róteruðu í kringum samfylkingarfólkið í Vikulokunum. Nú á að bæta sunnudögum inn í áróðursherferðina.

Ragnhildur Kolka, 27.4.2014 kl. 10:15

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Stórkostlega skarplega athugað hjá þér Rafn Guðmundsson.

Gísli Martein, sem hélt að hann væri Sjálfstæðismaður er að koma út úr skápnum og skynja veröldina sem tækifæris krati og það er fullt af þeim í Bandaríkjunum. 

Vonandi vegnar honum vel þarna fyrir vestan.  Eða ætlar hann ekki vestur? 

Hrólfur Þ Hraundal, 27.4.2014 kl. 10:15

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hlusta aldei á þættina hans skræk röddin fer í mig!!

Helga Kristjánsdóttir, 27.4.2014 kl. 10:17

5 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það er svo gargandi augljóst að Gísli Marteinn gengur blygðunarlaust erinda ESB trúboðsins á Íslandi !

Gunnlaugur I., 27.4.2014 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband