Breiðfylkingu borgaraflokka hafnað

Útvíkkaður Framsóknarflokkur undir forystu Guðna Ágústssonar með flugvallarmálið í forgrunni, og þar sem skipulagsmál, hefði orðið stofn að breiðfylkingu borgaraflokka í höfuðborginni þar sem Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur legðu sameiginlega pólitíska línu.

Guðni er stjórnmálamaður sem skiptir máli. Brjálæðiskastið sem vinstrimenn tóku, þegar hann íhugaði framboð, sýndi svart á hvítu hve öflugur Guðni er.

Svo mótsagnakennt sem það annars er þá stendur framboð Sjálfstæðisflokksins veikari fótum eftir að Guðni hætti við. Sjálfstæðisflokkurinn stendur í 25 prósentum og með oddvita, Halldór Halldórsson, sem er merktur ESB-sinnum og meginþorri þeirra er á vinstrikantinum. Einn og sér getur Sjálfstæðisflokkurinn ekki orðið valkostur við vinstriflokkana í borginni - til þess er hann einfaldlega og veikur og oddvitinn of líkur vinstrimanni. Aftur ef Guðni hefði leitt borgaralega sinnað framboð sem með sama grunnstefi og Sjálfstæðisflokkurinn væri kominn valkostur við meirihluta vinstriflokkanna.

Með litlausan Framsóknarflokk í borginni minnkar vægi Sjálfstæðisflokksins og þeir sem hagnast mest eru vinstriflokkarnir. Enda sást það í umræðunni, í þá viku sem Guðni íhugaði framboð, að vinstrimenn voru með böggum hildar. Núna anda þeir léttar enda meirihlutinn tryggður næstur fjögur ár.


mbl.is Höfnuðu hugmynd Guðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Það er ekki hægt að setja einstaka málaflokka í einhvern flokk Páll.Flugvallarmálið er þverpólitíkst,fólk utan höfuðborgarsvæðisins sér sér meiri hag í að hafa flugvöllinn áfram í vatnsmýrinni vegna sjúkraflugsins og það er ekki allt landsbyggðafólk í borgaraflokkunum svokölluðu.Að mínu mati á að setja svona mál í þjóðaratkvæði (þetta er ekki bara mál Reykvíkinga)en ekki reyna að leysa það á vettvangi flokksstjórnmálanna.

Jósef Smári Ásmundsson, 26.4.2014 kl. 09:45

2 Smámynd: Bjarni Jons

Hvernig getur nokkur Reykvíkingur viljað mann í borgarstjórn sem alla sína tíð sem þingmaður vann "gegn" borginni. Hann vildi meira að segja að Reykvíkingar greiddu hærri skatta en aðrir. Svo er það grátbroslegt að maður sem sótti atkvæði í sínu kjördæmi út á það að flytja allt innanlandsflug til Keflavíkur sé skyndilega orðinn heitur stuðningsmaður flugvallar í Vatnsmýri. Fullkomin vitleysa

Bjarni Jons, 26.4.2014 kl. 10:08

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Guðni er „öflugur" stjórnmálamaður sem „skiptir máli", segir Páll. Sú staðreynd að hann bauð sig ekki einu sinn fram grefur undan þessum fullyrðingum.

Wilhelm Emilsson, 27.4.2014 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband