Guðni skók jörðina - en nennti ekki innanflokksátökum

Viðbrögð vinstrimanna við mögulegu framboði Guðna Ágústssyni í Reykjavík mætti líkja við jarðskjálfta. Guðni er vinsæll og með sterka tilhöfðun til almennings og þess vegna fóru óhróðursmaskínur vinstrimanna í yfirgír.

Guðni var tilbúinn í slagsmál við pólitíska andstæðinga. En hann nennti ekki innanflokksátökum.

Lái honum hver sem vill.


mbl.is Guðni gefur ekki kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gott á Guðni að vera ekki við Baug kenndur. Hans spillingarfortíð er því góð og gild á þessu bloggi!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.4.2014 kl. 12:07

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Ég held að þetta sé rétt hjá þér Páll, andstæðingar Guðna eru skíthræddir við hann.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 24.4.2014 kl. 13:21

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Guðrún Bryndís Karlsdóttir í 2. sæti klúðraði gersamlega gullnu tækifæri Framsóknar, með eintali sínu um ágæti sitt. Eins gott, því að ella hefði þessi hælbítsstefna hennar ekki komið í ljós fyrr en eftir kosningar og hún farið inn á því að fólk teldi hana yfirleitt geta unnið með öðrum (en Samfykingunni?).

Ívar Pálsson, 24.4.2014 kl. 16:11

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ágætt að framboðið af Guðna var meira en eftirspurnin, spurning hvort þessi farsi skili Guðrúnu Bryndísi inn í borgarstjórn. Hefði leikþátturinn "Guðni Ágústsson" aldrei farið í loftið vissi enginn hver nefnd Guðrún væri, en nú vita það margir.

Theódór Norðkvist, 24.4.2014 kl. 22:39

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Páll fréttaskýrandi.... af hverju hætti Guðni við ?

Jón Ingi Cæsarsson, 25.4.2014 kl. 10:38

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

hvaða innanflokksátök ?

Jón Ingi Cæsarsson, 25.4.2014 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband