Fimmtudagur, 24. apríl 2014
Eftirhrunið að hjaðna - vor á Íslandi
Upplausn eftirhrunsins birtist í búsáhaldamótmælunum og ríkisstjórn Jóhönnu Sig. Þjóðin afþakkaði eftirminnilega framhald á upplausnarástandinu þegar Samfylkingu og VG var refsað í alþingiskosningunum fyrir ári.
Með því að kjósa Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk valdi þjóðin stöðugleika og uppbyggingu umfram pólitíska vargöld vinstriflokkanna. Landið tók að rísa efnahagslega þegar í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu en vinstriflokkarnir nutu þess ekki enda gekk betur í efnahagsmálum þrátt fyrir vinstristjórnina en ekki vegna hennar.
Þótt enn séu ekki öll hrunkurlin komin til grafar liggja meginlínur skýrar í pólitíska uppgjörinu. Ráðdeild og festa í efnahagsstjórnun er efst á forgangslistanum. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur veita bestu forystuna að þessu markmiði. Verkalýðshreyfingin er ekki með umboð til að streitast gegn ríkisstjórninn sem er með skýrt og ótvírætt umboð frá þjóðinni.
Gleðilegt sumar.
![]() |
Mun móta efnahagsstefnuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.