Miðvikudagur, 23. apríl 2014
Ég-er-hætt/ur auglýsingaherferðin
Einsmálsfólkið í minnihluta í Sjálfstæðisflokknum efnir til auglýsingaherferðar þar sem það eitt í einu lýsir því yfir með miklum tilþrifum og leikrænni tjáningu að það sé hætt í flokknum. Leikþáttur Jórunnar Ósk heitir ,,Davíð Oddsson stjórnar flokknum á bakvið tjöldin".
Eins og pólitískum plotturum sæmir er handrit Jórunnar þannig skrifað að lesendum er látið eftir að draga ályktanir af uppstilltum forsendum. Í handritinu segir Jórunn
Ég fór á fund DO fyrir landsfund 2010 til þess að ræða við hann hve mikil mistök flokkurinn væri að gera með sinni einstrengingslegu afstöðu og það væri mikið af fólki að yfirgefa flokkinn vegna þess. Það er skemmst frá því að segja að ég hafði ekki erindi sem erfiði og við höfum ekki haft erindi sem erfiði.
Skammstöfun notuð á nafn Davíðs Oddssonar til að gefa málinu samsæriskennda dulúð. Og hvers vegna ræddi Jórunn ekki um áhyggjur sínar við Bjarna Ben formann? Jú, vegna þess að plottið gengur út á að sannfæra fólk að Davíð ráði ferðinni. Fleirtalan ,,við" er rauður þráður í handritinu, til að draga fjöður yfir þá staðreynd að ESB-sinnar í Sjálfstæðisflokknum eru harla fáir.
Sykursætur titill á leikþættum, ,,Það er svo margt skrítið í þessu lífi," gefur þeirri hugsun undir fótinn að hér sé ekki um að ræða stofnun einsmálsflokks um minnihlutasjónarmið heldur eftirminnilega uppákomu í 'lífi mínu og flokksins.'
Auglýsingaherferðin ég-er-hætt/ur í Sjálfstæðisflokknum er hafin. Næsti leikari á sviðið gæti verið Ólafur Stephensen undirritstjóri Mikka á Fréttablaðinu.
Jórunn segir skilið við Sjálfstæðisflokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála greiningu þinni kæri Páll á leiksýningu Jórunnar. Mér kom einmitt sama í hug þegar ég las þetta.
Við megum eiga von á svipuðum yfirlýsingum jafnt og þétt frá þessum 20-40 manns af landsfundum sem er þessi hópur einmitt og tilheyrir 3-5% kjósenda Sjálfstæðisflokksins samkvæmt skoðanakönnun. En þannig reyna þau að koma þeirri ímynd í huga fólks að hér sé um verulegan fjölda manna að ræða.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.4.2014 kl. 10:29
Takmarkið núna er eflaust að valda sem mestum usla meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitastjórnakosningarnar. Annars væru menn ekki að brenna brýr að baki sér.
Ragnhildur Kolka, 23.4.2014 kl. 11:49
Ég sendi þessa “auglýsingafrétt” á facebook í gærkvöldi,með athugasemd að engu líkara væri en stórstjarna væri að yfirgefa flokkinn sinn. --- Hvað næst,?
Helga Kristjánsdóttir, 23.4.2014 kl. 12:29
Hvað í veröldinni lætur JÓ halda að mikluminnihlutinn ætti að hafa erindi sem erfiði? Og geti ráðskast með fullveldið og þar með stjórnarskrána? Það er hárrétt sem Gustaf Skúlason skrifaði: Þetta er náttúrulega óheyrilegt að þessi frekja fái yfirleitt umfjöllun. Ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir ættu að halda sínu striki og vera blýföst fyrir og hlusta ekki á þennan yfirgang.
Elle_, 23.4.2014 kl. 14:02
Algjörlega sammála Elle og einnig þvi að það er með ólikindum að "frekjan" fái að ráða lögum og lofum i öllum málum á þessu landi og fái meiri umfjöllun en málefnalegir hlutir sem máli skipta !...Þetta er að verða ótrúlegt !
rhansen, 23.4.2014 kl. 15:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.