Evrópa tapar á evrunni

Evrópusambandið tapar á evrunni enda höktir og skröltir allt kerfið í Brussel vegna efnahagsvandræða og pólitískrar spennu er stafa af sameiginlegum gjaldmiðli. Nú hefur hagfræðingur leitt rök af því að enginn peningalegur hagnaður er af myntinni og er þá fokið í flest skjól

Heimssýnarbloggið segir ávinningurinn sem varð af evrusamstarfinu fyrstu árin sé uppurinn vegna fjármálakreppunnar. Heimssýn segir frá skýrslu hagfræðings á vegum gríska seðlabankans:

Fram kemur í skýrslunni að fram til 2007 hafi samþætting fjármálamarkaða, þ.e. hlutabréfamarkaða og skuldabréfamarkaða, haft talsverðan ávinning í för með sér m.a. í formi lægri kostnaðar og aukinnar skilvirkni, en eftir að kreppan hóf innreið sína hafi sundurleitni verið ríkjandi bæði innan hvers evrulands og eins yfir svæðið í heild, kostnaður aukist og heildarávinningur þar með orðið enginn.

Eina leiðin til að bjarga evrunni er sameiginleg ríkisfjármál, sem í reynd felur í sér sambandsríki Stór-Evrópu. En það er enginn pólitískur vilji í evru-ríkjunum 18 til að fórna leifunum af fullveldinu á altari gjaldmiðils sem skilur eftir sig sviðna jörð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband