Vistriflokkarnir og fylgisspektin við ESB og Nató

Vinstrimenn starfa einkum í þrem flokkum: VG, Samfylkingu og Bjartri Framtíð. Til viðbótar eru Píratar og Dögun sem standa nærri vinstrinu. Að ólgleymdri Alþýðufylkingunni sem er vinstriflokkur og eini arftaki róttæku hefðarinnar í sögu íslenskra vinstriflokka.

Björt framtíð er árangursríkasti nýflokkur vinstrimanna, fékk átta prósent fylgi í síðustu kosningum og mælist iðulega yfir 15 prósentum. En, eins og Styrmir Gunnarsson bendir á, þá er harla óljóst fyrir hvað Björt framtíð stendur.

ESB-sinnar eru ráðandi í þeim vinstriflokkum sem eiga fulltrúa á alþingi. Vinstrimaðurinn Þórarinn Hjartarson segir tilviljun ráða hvort ESB-sinnar lendi í Samfylkingu, Bjartri framtíð, Pírötum eða ESB-armi VG. 

Þórarinn spyr hvort nú sé svo komið að meginþorri vinstrimanna styðji hernaðarbrölt Nató og fullveldisframsal til Evrópusambandsins. Spurningin er réttmæt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Góði hættu þessu lygakjaftæði um að Samfylkingin, Björt framtíð og VG séu vinstriflokkar, þegar staðreyndin er að þetta eru allt hægriflokkar. Björt framtíð og Samfylkingin er m.a.s. alveg jafn langt til hægri og Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur.

Jóhannes Ragnarsson, 19.4.2014 kl. 17:19

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Spurningin um vinstri flokkana og NATO er úrelt og það er langt síðan að það þurfti ekki lengur að spyrja um þá og NATO. Í engri vinstri stjórn allar götur frá 1956 hefur verið uppi nein krafa um úrsögn úr NATO.

Í síðustu þremur vinstri stjórnunum á Íslandi, 1978-79, 1988-91 og 2009-2013 var ekki einu sinni minnst á breytingar á veru varnarliðsins.

Í mið-vinstri stjórninni 1980-83 var heldur ekki minnst á veru varnarliðsins.

Og í vinstri stjórnunum, 1956-58 og 1971-74 varð heldur ekkert úr neinu varðandi varnarliðið á Keflavíkurflugvelli.  

Ómar Ragnarsson, 20.4.2014 kl. 01:00

3 Smámynd: Elle_

En hvað er vinstristjórn?

Elle_, 20.4.2014 kl. 01:11

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Góð spurning Elle.

Hrólfur Þ Hraundal, 20.4.2014 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband