Laugardagur, 19. apríl 2014
Sænskar milljónir Vilhjálms Bjarna og Bolla Héðins
Vilhjálmur Bjarnason þingmaður og fráfarandi framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta ,,misminnti" eigur samtakanna. Vilhjálmur sagði þær vera 15 milljónir króna en í raun eru eigur samtakanna 800 milljónir kr. í sænskum krónum á gjaldeyrisreikningi Íslandsbanka.
Samtök fjárfesta er félag um krónur og aura og kyndugt að framkvæmdastjóri slíks félags misminni um 785 m.kr.
Peningarnir eru í sænskum krónum, sem vísa til formanns samtakanna, Bolla Héðinssonar. Hann var í fréttum sem talsmaður sænsks skúffufyrirtækis sem græddi milljarða án þess að vera með nokkra starfsemi.
Þeir félagar Vilhjálmur og Bolli skulda skýringar. Einkum þó Vilhjálmur, hann er jú þingmaður á alþingi Íslendinga.
Samtök sparifjáreigenda eiga 800 milljónir króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ætlar svo þessi lygalaupur að sigra Sjálfstæðisflokkinn innan frá, það veit ekki á gott fyrir þann flokk!
Eggert Sigurbergsson, 19.4.2014 kl. 10:23
Það eru ekki beinlínis traustvekjandi samtök sparifjáreigenda sem mistelja fjármunina sem þau eiga um rúm 98 prósent.
Guðmundur Ásgeirsson, 19.4.2014 kl. 15:28
Villa Bjarna var tæplega að misminna svona herfilega, miklu líklegra er að hann hafi verið að segja ósatt. Besta leiðin fyrir okkur til að losna við svona lobbyista af alþingi er að fækka þingmönnum niður í ca 15, þá er ekki pláss fyrir fólk eins og Vilhjálm á þingi.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 20.4.2014 kl. 09:33
Góður Kristján. Auk þess ætti að banna flokksræði!
Sigurður Haraldsson, 20.4.2014 kl. 18:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.