Miðvikudagur, 16. apríl 2014
Hannes, Jón Steinar og klíkuvæðing samfélagsins
Hrunið var ekki nýfrjálshyggjunni að kenna heldur klíkukapítalisma, segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Pæling Hannesar fær stuðning frá Agli Helga sem að jafnaði er ekki sammála frjálshyggjumönnum.
Jón Steinar Gunnlaugsson, sem oftar en ekki er sammála Hannesi, skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann harmar tilburði stjórnmálaflokka að aftengja meginreglur samfélagsins og innheimta af skattborgurum hrúgu af peningum til að endurúthluta í samræmi við handahófskennt réttlæti (sem auðvitað er ekkert réttlæti heldur ranglæti).
Það má færa rök fyrir því að hrunið, sem var afleiðing gerspilltrar strákaklíku auðmanna, hafi leitt til klíkuvæðingar stjórnmálamenningarinnar þar sem allir eiga að fá sitt og andskotinn hirði afleiðingarnar. Þess vegferð hófst með kröfum um að bæta ,,forsendubrestinn" og þegar að var gætt urðu allir fyrir forsendubresti - líka þeir sem stunduðu spilavítisfjárfestingar.
Andskotinn mun ekki hirða afleiðingarnar af klíkuhugsunarhætti, þar sem meginreglum er varpað fyrir róða, heldur bitna þær á okkur öllum.
Athugasemdir
hefur hannes hólmsteinn einhverstaðar sint frmá munin á nýfrjálshigjuni og klíkukapitalista. því stöðnun er ekki til það er annaðhvort framför eða afturför.
Kristinn Geir Briem, 17.4.2014 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.