Mánudagur, 14. apríl 2014
Obama móðgar Pútín, alþjóðapólitík er líka persónuleg
Rússland er staðbundið valdaríki sem ógnar næstu nágrönnum sínum vegna eigin veikleika en ekki vegna styrks, sagði Obama forseti Bandaríkjanna á blaðamannafundi nýverið. Upp á útlenskuna
Russia is a regional power that is threatening some of its immediate neighbors not out of strength, but out of weakness.
Hvort Obama leggur þetta mat á styrk Rússlands eða hvort hann sé að móðga Pútín er varla spurning. Í alþjóðapólitík, einkum stórveldapólitík, er fyrr og síð spurt um stöðu einstakra ríkja. Að vera hluti af stórveldaklúbbnum og fá þannig viðurkenningu er metnaðarmál stjórnmálamanna fyrir hönd þjóða sinna.
Rússland var hluti af G-8 stórveldaklúbbnum (ásamt Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi, Ítalíu, Japan, Kanada og Bandaríkjunum) en var svo gott sem sparkað þaðan út vegna Úkraínudeilunnar.
Rússland hættir ekki að vera stórveldi þótt félagaskírteinið í G-8 verði afturkallað. Á flesta hlutlæga mælikvarða er Rússland meira veldi en Frakkland, Bretland, Kanada og Ítalía.
Á hinn bóginn er frami stjórnmálamanna nátengdur hversum vel þeim tekst að svala þjóðarmetnaði. Vinsældir Pútíns heima fyrir stórjukust með innlimun Krímskaga. Ef afleiðingin verður útskúfun Rússa úr samfélagi þjóðanna renna kannski tvær grímur á samlanda Pútíns.
Öll pólitík er staðbundin, segir í amerískri orðskviðu, og minnir okkur á að stjórnmál eru mannanna verk. Það má lesa úr orðum Bandaríkjaforseta á nefndun blaðamannafundi hversu persónuleg stórveldapólitík er í raun. Obama sagði
I think that Russia is still making a series of calculations. And, again, those calculations will be impacted in part by how unified the United States and Europe are and the international community is in saying to Russia that this is not how in the 21st century we resolve disputes.
Þeir sem eru að reikna út kosti og galla Rússa eru Pútín og félagar hans. Obama og þeir sem eru með honum í liði reyna að koma andskotum sínum í skilning um að aukin íhlutin í málefni Úkraínu verði dýrkeypt.
Pútín veit engu að síður að hrátt vald er skýrmæltara en orðhenglar. Hann mun nota hráa valdið til að koma þeim skikk á málefni Úkraínu sem þjónar hagsmunum Rússa. Þannig er hegðun stórvelda.
![]() |
Ætla að beita hernum í Úkraínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hitler þreifst á því að talað var niður til Þjóðverja í Versalasamningunum og eftir þá og þeir lítillækkaðir sem allra mest. Hann gat virkjað sárindi landa sinna og þjappað þeim að baki sér og hefði aldrei risið til sinna valda ef þetta hefði ekki verið svona.
Ummæli Obama um að Pútín sé eins og lítill skólastrákur, sem sitji aftast í bekknum og vilji láta taka eftir sér eru heimspólitískt stórhættuleg líkt og þau ummæli hans nú, þegar hann talar niður til Rússa og gerir ekkert annað en að egna bæði þá og Pútín og þjappa Rússum að baki Pútín.
Rússar eru eftir sem áður annað tveggja risavelda í kjarnorkuvopnaeign, sem getur tortímt öllu lífið á jörðinni.
Samlíkingin við lítinn skólastrák og veik ríki eiga því ekki við, hvaða skoðun sem menn hafa annars á Pútín og Rússum.
Ómar Ragnarsson, 14.4.2014 kl. 11:35
Sæll Páll - líka sem og aðrir gestir þínir !
Ómar !
Um leið - og ég vil þakka ykkur Láru dóttur þinni / fyrir gagnmerka þáttaröð ykkar í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi - og áfram - er rétt að benda á :
Obama - er ÞRÁÐBEINN leggur út frá heimsku og ofurlætis þess / sem fyrirennari hans síðasti:: Bush yngri var hvað duglegastur að sýna veröldinni - á sínum valdatíma.
Þar með - öngvrar hollustu að vænta úr þeim áttunum / fjölfræðingur góður.
Með beztu kveðjum sem jafnan - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.4.2014 kl. 12:21
Sæll Ómar
Það er alltaf þetta tal um Hitler og/eða verið núna að reyna tengja hann einhvern vegin við Pútin karlinn, og það þrátt fyrir allar þessar herðaraðgerðir bandaríkjamanna í Írak, Afganistan, Pakistan, og svo Sómalíu og Yemen þá þarf að reyna brennimerkja Pútin sem Hitler, ekki satt?
Því að auðvita mega um 70% Rússneskuættaðir einstaklingar er tala rússnesku á Krímskaga alls ekki fá eitthvað sjálfstæði og/eða hvað þá sameinast Rússlandi eða hvað? Hvað kom til að Suður Súdan og Kosovo fengu sjálfstæði einhver, og hvernig er það verður nokkuð hægt að veita Skottlandi sjálfstæði frá Bretlandi?
Þessi ummæli hans Obama um að Pútin sé “lítill skólastrákur, sem sitji aftast í bekknum og vilji láta taka eftir sér eru heimspólitískt” eiga lítið sem við Putin, þar sem ekkert hefur eiginlega komið frá Pútin í langan tíma, svo og þar sem að ekkert hefur heyrst um þessar herstöðvar er Rússar ætla að koma upp í Argentínu (Argentina to Host Russian Military Bases While America Sleeps http://guardianlv.com/2014/03/argentina-to-host-russian-military-bases-while-america-sleeps/) sem mótsvar við öllum þessum herstöðum NATO allt í kringum Rússland og víða?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 14.4.2014 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.