Nýr ESB-flokkur tæki mest frá Samfylkingu

Samfylkingin fékk 12,9 prósent fylgi í síðustu þingkosningum og missti nær 2/3 fylgisins frá 2009. Eina stefnumál flokksins undanfarin ár er Evrópusambandið. Eftir útreiðina sl. vor er lítil stemning í samfélaginu fyrir Samfylkingu.

Björt framtíð hirðir fylgið af Samfylkingu; gömul kratavígi eins og Kópavogur eru í upplausn og formaðurinn er í samkeppni við sjálfan sig um hjákátlegustu pólitísku yfirlýsinguna.

ESB-málið er kjölfestan í málflutningi Samfylkingarinnar frá því laust eftir aldamót. Nýr flokkur, sem gerir út á ESB-aðild, myndi sækja mest á Samfylkinguna.

Sjálfstæðisflokkurinn, á hinn bóginn, er óðum að þvo hendur sínar af auðmannadekri og taka upp breiðfylkingarstefnu byggða á félagslegu réttlæti og fullveldi. 

Sjálfstæðisflokkurinn byggði upp velferðarríkið hér á landi áratugina eftir lýðveldisstofnun undir kjörorðinu stétt með stétt. Með því að losna við ESB-öfgamennina, sem tala fyrir hagsmunum milljón króna fólksins, er Sjálfstæðisflokkurinn í stakk búinn að takast á ný við það hlutverk að verða móðurflokkur íslenskra stjórnmála. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Allir á leið í gamla hlaðvarpann,eftir langa háðuglega útrás.

Helga Kristjánsdóttir, 13.4.2014 kl. 16:56

2 Smámynd: Elle_

Helga, plúsinn væri kannski að BF og Samfó hyrfu?

Elle_, 13.4.2014 kl. 20:44

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já,enda gerist það sjálfkrafa hygg ég,þegar stefnumál þeirra er orðið vonlaust.

Hlustaði á lok viðtals við Ernu sem er í stjórn Heimssýnar,þar sem aðildarsinnar eru að stagast á því að,þegar við drögum (bull)-umsóknina í ESB. til baka,líði ár og öld þar til hægt verði að sækja um aftur--(Ég tárast nú ekki í taumum).-- En það sem aldrei er nefnt,er að værum við hneppt í þessa “hnappheldu” þar sem heimanmundurinn er landið og miðin losnuðum við aldrei úr henni. Væri hollt fyrir fólk að hugsa um.-

Helga Kristjánsdóttir, 13.4.2014 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband