Bretar leita útgöngu úr ESB

Eyþjóðir á Norður-Atlantshafi eiga ekki samleið með Evrópusambandinu, sem er bandalag meginlandsþjóðanna. Grænlendingar fór úr ESB, Færeyingar ætla ekki inn og Íslendingar eru við að draga misráðna umsókn tilbaka.

Bretar eru stærsta eyþjóðin á þessu svæði og þeir eru á leiðinni út úr Evrópusambandinu. Óhófleg afskiptasemi ESB af innanlandsmálum og hörmuleg frammistaða gjaldmiðils sambandsins eru helstu ástæður fyrirsjáanlegrar útgöngu Breta úr ESB.

Írar verða eina eyþjóðin á Norður-Atlantshafi eftir í ESB þegar Bretar eru horfnir á braut. Aðild að ESB er Írum vörn gegn áhrifavaldi Breta. Írar voru nýlenda Breta og þurftu að berjast blóðugri baráttu fyrir sjálfstæði sínu.


mbl.is Vann samkeppni um úrsögn Breta úr ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þar sem Bretar hafa verið svo lengi í Evrópusambandinu,benda pælingar þeirra til ákveðinnar þreytu sem þeir geta ekki lengur þagað yfir. Hugsi maður bara til þess fjölda sem stundar fjáfestingar og viðskipti,eru nótt sem nýtan dag að ráða í hagtölur,eins og Mansfield sem vann til verðlaunanna,að hann af öllum leggur hagkvæmni þess að yfirgefa ESB. á borðið. Þá geng ég út frá því sem vísu að margir hefðu tekið þátt. --- Þetta er bara faglegt mat,hann tekur fram að hann hafi ekkert á móti Esb sem slíku. Væri ekki ráð að efna til samkeppni um búskapinn á íslandi.

Helga Kristjánsdóttir, 11.4.2014 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband