Föstudagur, 11. apríl 2014
Mútuferðir í þágu auðmanna og ESB
Jón Bjarnason skrifaði kröftuga grein um mútuferðir sem Evrópusambandið býður fjölmiðlafólki, fulltrúum í sveitarstjórnum og fleiri hópum til að kaupa sér velvild. Greinin fékk umtal; Eyjan reyndi að gera hana tortryggilega og Egill Helgason virtist telja Brusselmútuferðir ekki nógu merkilegar til að standa undir nafni.
Mútuferðir af þessu tagi eru hannaðar til að hafa áhrif á þiggjendur, mýkja viðhorf og slæva gagnrýna hugsun. Skipuleg tilboð mútuferða til Íslendinga eftir að ESB-umsóknin var send til Brussel er ekki tilviljun.
Auðmenn stunduðu að bjóða fjölmiðlamönnum í ókeypis ferðalög til að kaupa sér hollustu þeirra (les: gagnrýnislausa lofgjörð um útrásina og fjármálabrall auðmanna). Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður segir frá Barcelona-ferð í bókarkafla sem Herðubreið birtir.
Brusselferðirnar í þágu ESB eru álíka forheimskandi og auðmannamútur á tímum útrásar. Í báðum tilfellum er reynt að spilla dómgreind þiggjenda. Þeir sem þiggja slíkar ferðir eiga að gera grein fyrir þeim í hvert sinn sem þeir tjá sig um Evrópumálefni. Heiðarlegt fólk getur þá hætt að hlusta.
Athugasemdir
Æi Páll ætturðu ekki bara að fara að hætta þessu
Guðmundur Ingólfsson, 11.4.2014 kl. 08:58
Af hverju ætti Páll að hætta þessu? Það hefur komið fram að menn fóru til Brussel, sumir viðurkenndu meira að segja að þetta hefði verið svo snautlegt að það hefði ekki haft áhrif, Egill nennti ekki, en þessar ferðir voru farnar, rétt eins og á tímum auðmanna, og svo ekki sé talað um bankaferðirnar í lax fyrir margt löngu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2014 kl. 10:51
Er Jón Bjarnason góð heimild fyrir einhverju ?
Baldinn, 11.4.2014 kl. 11:03
Þessi stutta færsla Páls kemur við kauninn a ESB-sinnunum og viðbrögðin eru einkennandi fyrir þá. Guðmundur grípur til þöggunar en Baldinn leggst í persónuskítkast.
Ragnhildur Kolka, 11.4.2014 kl. 11:55
Já Jón Bjarnason er einmitt góð heimild fyrir mörgu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2014 kl. 13:00
Ýmislegt er hægt að segja um Jón Bjarnason og það sem hann stendur fyrir í stjórnmálum. Eitt er þó það sem maður getur ávallt treyst hjá Jóni, en það er að hann er ávallt samkvæmur sjálfum sér og fer ekki í neina launkofa með skoðanir sínar - og ekki rekur mig minni til að hann hafi logið um nokkurn hlut.
Það sem hann hefur fullyrt er algerlega í samræmi við það sem margir aðrir hafa sagt opinberlega, einnig nokkrir þeirra sem fengu boð í svona mútuferðir og fóru í þær. Þeir hafa nokkrir lýst þessu fyrir okkur smælingjunum.
Þá eru skrif hans um það sem Evrópusambandið svaraði þegar ráðuneytið hans Jóns lagði fyrir aðlögunarnefndina skilyrði þau sem voru í ályktun Alþingis um sjávarútvegsmálin og eru tíunduð í sömu ályktun og ríkisstjórn flugfreyjunnar og jarðfræðinemans var falið að senda dr. Össur til Brüssel með aðildarumsókn í Evrópusambandið. Aðlögunarnefndin gaf þau skilaboð frá Brüssel þea þeir sáu skilyrði Íslands í sjávarútvegsmálum að aðlögunarnefndin myndi ekki hefja aðlögunarviðræður um sjávarútvegsmál nema Alþingi myndi fyrirfram samþykkja að Ísland myndi ganga að lögum og veiðireglum ESB.
Þau skiolaboð voru fyrirséð enda gaf ráðherraráð ESB út ályktun um það mál eftir fund sinn í desember 2012 og er hægt að lesa hér :
.
„Ráðherraráð Evrópusambandsins ítrekar að Ísland verði að samþykkja og innleiða allan lagabálk Evrópusambandsins við mögulega inngöngu í sambandið.“
.
http://eyjan.pressan.is/frettir/2012/12/12/radherrarad-esb-adildarvidraedur-ganga-vel-en-island-tharf-ad-samthykkja-allan-lagabalk-esb/
Sömuleiðis er þetta Þetta er jafnframt í samræmi við lesefni á heimasíðu Evrópusambandsins sem ESB-sinnum yfirsést ávallt að lesa. Evrópusambandið, ólíkt inngöngusinnum á Íslandi, eru ekkert að fela kröfurnar sínar.
Þar er meðal annarra skjala eftirfarandi framsetning sem 10 ára grunnskólabörn skilja auk þess að hægt er að fá sömu lesningu í ítarlegra formi. Það er sífelld blekking fullveldisafsalssinna í gangi við þá sem ekki vita betur að láta menn halda annað en raunveruleikinn er.
Tilgangurinn virðist helga meðalið.
.
Hérna er blað af heimasíðu Evrópusambandsins sem sýnir ferlið (bls. 2) á einni blaðsíðu á myndrænan hátt :
. http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/factsheet_en.pdf
.
Þegar dr. Össur fór með aðildarumsókn Íslands til Brüssel þá var haldinn fjölþjóðlegur fréttamannafundur þar sem Füle varð að tukta dr. Össur eins og sést hér :
.
http://www.youtube.com/watch?v=0O4fkcYwpu8
.
Að gefnu tilefni held ég að nauðsynlegt sé að setja hér inn enska textann af því sem stækkunarstjóri Evrópusambandsins svaraði dr. Össuri :
.
Füle : . „And if I may - I am sure you will find the necessary level of creativity, but in the framework of the existing acquis, and also based on the general principle which very much will be sustained throughout the discussion that there are no permanent derogations from the acquis.”
.
En því miður loka já-menn augum og eyrum við öllu sem þarna er nema
„...you will find the necessary level og creativity”
en að þeir skilji eða vilji heyra innan hvaða ramma creativity megi vera það vill hvorki dr. Össur né heldur aðrir Já-menn upp til hópa.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.4.2014 kl. 15:55
Heyr Heyr!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2014 kl. 16:51
Er Jón Bjarnason góð heimild fyrir einhverju ?
Baldinn, 11.4.2014 kl. 11:03
Jón Bjarnason er góð heimild og veit sínu viti. Og þér/ykkur framsalssinnum hefur verið bent á það.
Elle_, 11.4.2014 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.