Fimmtudagur, 10. apríl 2014
Heimska og gráðuga fólkið í Reykjanesbæ
Suður með sjó var Sparisjóður Keflavíkur um árabil hryggstykkið í atvinnulífi svæðisins sem og vel þokkuð fjármálastofnun almennings. Í græðgisvæðingunni fór flest úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis í rekstri Sparisjóðsins. Samkrull staðbundinna stjórnmála og illa gerðra fjármálamanna magnaði upp spillinguna.
Tröllaukin heimska og yfirgengileg græðgi náði meiri hæðum í Reykjanesbæ en öðrum byggðum bólum hér á landi, - kannski að póstnúmerinu 101 undanskildu.
Í Víkurfréttum eftir hrun skrifaði heimamaður í Reykjanesbæ grein með þessu niðurlagi:
Kæru íbúar Reykjanesbæjar, ég bið ykkur, ekki láta blekkjast af glansmynd núverandi meirihluta sem er með allt niður um sig og reynir endalaust að kenna öðrum um hvernig komið er fyrir bænum okkar. Skuldasöfnunin og sala eignanna er þeirra verk. Ekki kjósa þennan meirihluta yfir okkur einu sinni enn, kæru kjósendur. Núverandi meirihluti Sjálfstæðismanna er búinn að sigla bænum okkar í strand, ekki leyfa þeim að brenna hann líka. Ekki láta mig þurfa að svara spurningu bróður míns játandi [sem spurði hvort það byggju bara hálfvitar í Reykjanesbæ].
Íbúar Reykjanesbæjar fá tækifæri til að reka af sér slyðruorðið í kosningunum í maí. Almenningur í Reykjanesbæ er hvorki heimskur né gráðugur. Hitt er víst að sjálfstæðismenn með Árna Sigfússon bæjarstjóra í broddi fylkingar hafa komið slíku óorði á samfélagið suður með sjó að við svo búið má ekki standa.
Það er beinlínis siðferðileg skylda kjósenda í Reykjanesbæ að fella sitjandi meirihluta.
Kvittaði á rangan starfslokasamning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það sem að slær mig einnig í þessari frétt er að við yfirferð hafi komið í ljós að þessi téði sparisjóðsstjóri hefði tekið fjármuni sem ekki voru á hans framfæri, en fékk bara að endurgreiða.
Þetta heitir á Íslensku þjófnaður og er öllu jöfnu refsivert athæfi, í það minnsta þegar kemur að hinum almenna borgara.
Aðalbókari yfirfór notkun sparisjóðsstjóra á greiðslukortum og tékkareikningum sparisjóðsins við sömu skoðun og var samið um það að sparisjóðsstjórinn endurgreiddi 2 milljónir króna vegna notkunar greiðslukortsins en þær voru dregnar af starfslokagreiðslu til hans.
Ellert Júlíusson, 11.4.2014 kl. 16:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.