Jón Ásgeir ekki ókeypis, en samt...

Fréttastofa Stöðvar 2, hluti 365-miðla Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, auglýsir sig með þeim orðum að hún kosti okkur ekki skattfé. Ritstjóri Kjarnans er á öðru máli og rekur dæmi um kostnaðinn. 

Umræðan beinir kastljósinu að tjóninu sem starfsemi Jóns Ásgeirs hér á landi hefur valdið. Spyrja má hvort einhver ágóði komi á móti.

Samfylkingarskáldið Hallgrímur Helgason sagði Jón Ásgeir sjálfstæðasta manninn í íslensku viðskiptalífi. Líkt og launaður almannatengill auglýsti skáldið bandalag Jóns Ásgeirs og Samfylkingar. Þar er kannski ábatinn sem við höfðum af Jóni Ásgeiri - hann dró fram eðli og inntak Samfylkingarinnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband