Vinstriflokkarnir í vasa elítunnar

Vinstriflokkarnir tala ekki máli almennings heldur elítuhópa í háskólum og fyrirtækjum. Helsta áhugamál vinstriflokkanna, að koma Íslandi inn í Evrópusambandið, er hjartans mál hálaunamanna hjá hinu opinbera og í fyrirtækjum enda opnast greið leið fyrir þá til kjötkatlanna í Brussel.

Viðskilnaður vinstriflokkanna við alþýðu manna sést vel þessa dagana þegar vinnudeilur og verkföll eru víða í samfélaginu. Vinstriflokkarnir melda pass í þeirri umræðu; þeir hafa ekkert að segja enda hugur þeirra bundinn við áhugamál elítunnar.

Vinstriflokkarnir eru svo heillum horfnir að þegar ríkisstjórnin leggur fram tillögur um skuldaleiðréttingu heimilanna þá þæfa þingmenn Samfylkingar, VG og Bjartrar framtíða málið og finna því allt til foráttu.

Vinstriflokkarnir eru ekki í tengslum við launafólk - aðeins elítuna.


mbl.is Fyrir fólk sem litar sjálft á sér hárið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jons

Eitthvað annað en t.d. Sjálfstæðis of Framsóknarflokkur sem eru ekki í tengslum við neina elítu, þeirr fólk er almúginn sem minnst á.. Kanntu annan?

Bjarni Jons, 9.4.2014 kl. 12:34

2 Smámynd: Baldinn

Páll blaðamaður.  Á einhver að taka þig alvarlega eða ertu kanski bara að fíflast í okkur.

Baldinn, 9.4.2014 kl. 14:56

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Getur verið að vinstriflokkarnir séu kannski að gagnrýna útfærslu Tryggva Þórs Herbertssonar á kosningaloforðum Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins vegna þess að útfærslan sé kannski... tja, léleg? Getur það hugsast?

Guðmundur Ásgeirsson, 9.4.2014 kl. 15:21

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Stjórnarandstöðuflokkarnir eru ekki vinstri sinnaðir fyrir fimmaura. Þetta eru hægri flokkar og þeir vilja vera hægri flokkar. Hinsvegar telja þeir skyldu sína að láta kalla sig vintri eitthvað til að tryggja sér atkvæði vinstrisinna og þeirra sem halda að þeir séu til vinstri.

Það er óþolandi hræsni og blekking klíkurnar sem ganga undir nöfnunum VG, Samfylking, Björt framtíð og Píratar láti sér vel líka að vera álitnar vinstri flokkar. Og það er jafn óþolandi að flólk skuli gera þessum stórvinum kapítalismans til geðs að bendla þá við við vinstristefnu, jafnevel sósíalisma. Þessari ruglandi verður að linna og kalla þessi apparöt réttum nöfnum þegar þau eru skilgreind út frá raunverulegum grundvallaratriðum um vinstri og hægri pólitík.

Jóhannes Ragnarsson, 9.4.2014 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband