Þriðjudagur, 8. apríl 2014
Slúður-skýrslan og viðskiptahættir útrásarmanna
Heimildirnar í skýrslu Alþjóðmálastofnunar HÍ um það hvort Ísland væri í samningaviðræðum við Evrópusambandið eða aðlögunarferli eru nafnlausir embættismenn í Brussel. Orðalag skýrsluhöfunda minnir á orðfæri útrásarmanna um sýndarviðskipti. Á blaðsiðu 17 í skýrslunni sem ESB-sinnar keyptu af Alþjóðamálastofnun segir
Öllum viðmælendum skýrsluhöfunda kom saman um að um raunverulegar samningaviðræður væri að ræða og að hægt væri að ná saman um erfið mál.
,,Raunverulegar samningaviðræður" segja nafnlausu heimildarmennirnir í Brussel. Hreinn Loftsson, fyrrum stjórnarformaður Baugs, notaði orðalagið ,,raunveruleg viðskipti" þegar hann keypti útgáfufélag af eiganda Baugs, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni.
Þegar tekið er fram að eitthvað sé ,,raunverulegt" er það einmitt vegna þess að sterkur grunur leikur á að um sé að ræða sýndarmennsku. Og það á sannarlega við um slúður-skýrslu Alþjóðamálastofnunar.
Evrópusambandið hefur sjálft gefið út leiðarvísir um inngönguferli nýrra aðildarþjóða. Þar segir skýrt og skorinort:
Hugtakið samningaviðræður" getur verið blekkjandi. Aðildarviðræður snúast um skilyrði og tímasetningar umsækjandans fyrir samþykki, innleiðingu og beitingu ESB-reglna - um það bil 100.000 blaðsíðna af þeim. Þessar reglur (einnig þekktar sem acquis sem er franska og þýðir það sem hefur verið samþykkt") eru aftur á móti ekki umsemjanlegar. Fyrir umsækjendur snýst þetta einfaldlega um að samþykkja hvernig og hvenær þeir taki upp og innleiði reglur og málsmeðferðarreglur ESB. Hvað ESB varðar er mikilvægt að það fái tryggingu fyrir dagsetningu og skilvirkni innleiðingar reglnanna hjá hverjum umsækjanda.
Á vefsíðum ESB um stækkunarferlið segir það sama: ferlið inn í Evrópusambandið er aðlögunarferli þar sem samið er um með hvaða hætti umsóknarríki tekur upp lög og reglur ESB. Engar samningaviðræður fara fram.
Slúður-skýrsla Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, sem unnin er fyrir ESB-sinna, er álíka merkileg og kosningapési Samfylkingar frá 2009 sem lofaði að samningaviðræðum við Evrópusambandið yrði lokið 2010 en í síðasta lagi 2011.
Vinnubrögð við skýrsluna gagnrýnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það var beinlínis pínlegt að hlusta á þetta FAGFÓLK reyna að selja þessa hörmung í Kastljósi í gær. Þegar sterkustu rökin eru "að andrúmsloftið hafi verið svo gott a fundunum" þá er fokið í flest skjól.
Ragnhildur Kolka, 8.4.2014 kl. 08:08
Já það er ekki laust við að við séum að horfa á endurtekningu loforða eins og þú segir Páll, það er komið 2014 í ártali og engu lokið í þessu máli, að ætla að Landsmenn kaupi aftur þessi loforð er ótrúlegt að heyra...
Segir okkur í raun hversu mikil örvæntingin er orðin hjá þessum ESB dýrkendum...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.4.2014 kl. 08:09
Ég mæli með því að fólk fari inn á heimasíðu Alþjóðamálastofnunar og kynni sér hvaðan þeir eru að fá sína matarpeninga... Það kemur nefnilega skýrt fram þar að þeir eru á spenanum hjá ESB. Þar sést líka að þeir eru að afhenda "rannsóknarstyrki" til að rannsaka ESB. Hverjum dettur í hug að það sé eitthvað að marka það sem frá þessari stofnun kemur um ESB, þar sem ESB brauðfæðir þetta lið...???
Högni Elfar Gylfason, 8.4.2014 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.