Sjálfstæðisflokkurinn, krónan og félagslegt réttlæti

Með því að standa vörð um krónuna og lágt atvinnuleysi er Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Bjarna Benediktssonar að slá skjaldborg um félagslegt réttlæti á Íslandi.

Lágt atvinnuleysi leyfir nær öllum þátttöku í atvinnulífinu og kemur í veg fyrir brottfall af vinnumarkaði. Fólk í vinnu getur séð sér farborða og lendir ekki í vítahring atvinnuleysis og þverrandi starfsgetu eins og milljónir Evrópumanna.

Bjarni Benediktsson bendir á samhengið milli krónunnar og atvinnutækifæra. Þegar kreppir að í efnahagskerfinu verður samdrátturinn annað hvort tekinn út í gjaldmiðlinum eða með auknu atvinnuleysi.

Krónan gerir okkur mögulegt að taka út kreppuna í gegnum gengisfellingu á meðan evran útilokar þann möguleika. Evran er aðalvandi Evrópusambandsins, segja sérfræðingar sem gerst þekkja til.

Það mótsagnakennt, að ekki sé meira sagt, að formaður Samfylkingarinnar, sem á að heita jafnaðarmannaflokkur, er í heilögu stríði gegn krónunni og hallmælir henni við hvert tækifæri.

Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir félagslegu réttlæti á meðan Samfylkingin vill flytja inn í landið útlenda eymd, sem sannanlega veldur alþýðu manna stórskaða, og heitir evra.


mbl.is Milljarðar munu sparast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, er það nú orðið ,,félagslegt réttlæti" hjá heissýn og sjöllum að LÍÚ geti lækkað laun verksala eftir behag og krónukúgað á allan hátt.

Með ólíkindum hve heimssýn og sjallar hata þjóð sína.

Þetta er alveg sama hugmyndafræði og þegar sjallar vildu halda sjómönnum vakandi marga sólarhriga og börðust með sjallakjafti og sjallaklóm gegn því að sjómenn fengju lögbundinn hvíldartíma.

Skammist ykkar sjallar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.4.2014 kl. 13:35

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ómar !

Á hvaða lyfum ert þú ? Þau hljóta að vera verulega sterk og valda veruleikafirringu á háu stigi og mikilli skynvillu. Ég legg til að þú leitir til læknis þíns og fáir hann til að skrifa upp á lyfjagjöf handa þér sem hafa ekki þessa skelfilegu verkun.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 6.4.2014 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband