Við skiljum heiminn út frá pólitík

Aristóteles skilgreindi manninn sem pólitískt dýr og Íslendingar staðfesta innsæi forn-gríska heimspekingsins. Við skiljum efnahagsaðgerðir stjórnvalda út frá flokkspólitík en ekki á grunni hlutlægra viðmiða - sem raunar fátt er um í hagfræði.

Í stuttu máli eru kjósendur ríkisstjórnarflokkana bjartsýnir á opinberar aðgerðir til skuldalækkunar verði jákvæðar fyrir efnahagslífið en stuðningsmenn vanlíðunarvinstrisins eru svartsýnir af afleiðingarnar.

Skuldaleiðréttingin er meistarastykki í pólitík. Vanlíðunarvinstrið undirbjó fyrirsát um aðgerðir stjórnarinnar út frá tveim forsendum og taldi sig með vinningsstöðu í báðum tilfellum. Mestar líkur eru á því, hugsuðu VG-liðar og Samfóistar, að skuldaleiðréttingarnar riði ríkissjóði á slig. Ef það myndi ekki ganga eftir yrðu leiðréttingarnar svo litlar og lélegar að fólk myndi rísa upp á afturlappirnar, skunda niður á Austurvöll og mótmæla, var spásögn vinstrimanna sem gerðu allt til að ýkja kosningaloforð stjórnarflokkanna.

Skuldaleiðréttingin fór bil beggja, skipti máli fyrir skulduga íbúðareigendur án þess að leiða til efnahagslegrar kollsteypu. Og vanlíðunarvinstrið situr eftir með sárt ennið.

 


mbl.is 44,5% telja lækkun hafa jákvæð áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Í síðustu málsgreininni kemur fram sú rökvilla að gert er ráð fyrir að samhengi sé milli skuldaleiðréttinga og efnahagslegrar kollsteypu. Slík framsetning er til þess fallin að gefa í skyn að ef gengið væri lengra í leiðréttingum skulda en núverandi stjórnvöld hyggjast gera, geti það leitt til efnahagslegrar kollsteypu.

Þetta er hinsvegar alrangt sem sést best á því að heimsmet Hæstaréttar Íslands upp á yfir 200 milljarða vegna gengistryggðra lána olli engri slíkri kollsteypu. Auk þess er það algjört aukaatriði þegar eitthvað er ólöglegt, hver hugsanleg áhrif þess að framfylgja lögum gætu orðið á "fjármálastöðugleika" brotlegra aðila.

Rétta leiðin til að leiðrétta neytendalán, væri að gera það samkvæmt lögum um neytendalán, og ætti að vera hlutverk stjórnvalda að framfylgja þeim. Því miður ætlar núverandi ríkisstjórn ekki að gera það heldur veita afslátt af réttlætinu.

Fyrirliggjandi skuldaleiðréttingarfrumvörp ríkisstjórnarinnar eru ekki í samræmi við lög um neytendalán. Það stendur beinlínis skrifað í niðurfærslufrumvarpið að leiðrétting samkvæmt þeim lögum verði undanþegin lögum um neytendalán.

Leiðtogar stjórnarflokkanna hljóta að þurfa að útskýra hvers vegna þeir hafa ekki áhuga á að fara eftir lögum sem hafa verið í gildi í meira en 20 ár.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.4.2014 kl. 18:14

2 Smámynd: Elle_

Auk þess er það algjört aukaatriði þegar eitthvað er ólöglegt, hver hugsanleg áhrif þess að framfylgja lögum gætu orðið á "fjármálastöðugleika" brotlegra aðila.

High five, Guðmundur.  Það nefnilega kemur málinu ekkert við hvað það kostar að framfylgja lögum.  Það þarf að stoppa svona lögbrot með öllum ráðum og hvað sem það kostar ríkissjóð.  Það var líka það sem þeir sem ekki vildu semja um 1 eyri í ICESAVE-málinu sögðu alltaf.  Það á aldrei aldrei að semja um eða slaka á málum gegn kúgun og löbrotum.

Elle_, 5.4.2014 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband