Ísland frábært - vinstrimenn í sjokki

Ísland er í þriðja sæti yfir þau lönd þar sem best er að búa, samkvæmt alþjóðlegum lista sem mælir efnahagsstöðu og félagslegt réttlæti. Aðeins Nýja Sjáland og Sviss eru fyrir ofan okkur.

Vinstrimenn á Íslandi eru með böggum hildar vegna niðurstöðunnar. Í hugmyndaheimi þeirra stjórna ólýðræðislegir sérhagsmunahópar Íslandi, efnahagskerfið er ónýtt og án ESB-aðildar eigi þjóðin sér ekki viðreisnar von.

Engu að síður sýnir alþjóðlegur samanburður að Ísland býr þegnum sínum meiri og betri lífskjör en almennt þekkist í víðri veröld. Heimsmynd vinstrimanna er hrunin. Þeir standa berstrípaðir samfélagsvælukjóarnir á vinstri kantinum, steyta hnefum og formæla Íslandi fyrir að vera frábært.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Páll - sem og aðrir gestir þínir !

Þessi ''skýrsla'' hlýtur að vera aðkeypt - billega.

Þessi lands fjandi (Ísland) - er ÓBYGGILEGT hálft árið sökum andstyggðar veðurfars - OG GJÖRÓNÝTS STJÓRNARFARS ALLT ÁRIÐ - Páll minn.

Sparaðu þér - innihaldslaust MONTIÐ Páll minn / OG ENGINN ER ÉG NÚ VINSTRIMAÐURINN eins og lesendum Mbl. vefjar - sem og víðar ætti nú að vera kunnugast.

Þýðir ekki - að fela Gullbryddingar hégómleikans á bak við : vinstri / Hægri eða miðju - hvað þá í aðrar áttir síðuhafi góður.

Farðu svo - að tengja þig raunveruleikanum.

Ísland - ætti að vera Í 150. SÆTI eða neðar / sé mið tekið af biðröðum þurfandi fólks fyrir utan hjálparstofananir og félög hérlendis auk annarra annmarka - Páll minn !!!

Með beztu Falangista kveðjum samt - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.4.2014 kl. 12:23

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Merkilegt að Ísland skuli vera svona gott land að búa í beint í kjölfar vinstri stjórnar í rúm fjögur ár.

Ómar Ragnarsson, 3.4.2014 kl. 12:45

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll óskar! Þú gefur þér sjálfum forsendur,auk þess að láta að því liggja að þessi frétt sé aðkeypt. Er hægt að rökræða við fólk sem þannig skrifar. Ef biðraðir þurfandi fólks eru mælikvarði á félagslegt réttlæti,þá þyrfti að skoða þá sem þá sem eru í biðröðunum. Auk þess er nýleg frétt um mikið magn matvæla sem er hent daglega, væri því ráð að góðgerðarfélög ynnu með stjórnvöldum að því að nýta það.

Helga Kristjánsdóttir, 3.4.2014 kl. 12:45

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Fyrirgefðu Óskar Helgi ætlaði að skrifa stóran staf í nafni þínu.

Helga Kristjánsdóttir, 3.4.2014 kl. 12:48

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Ómar, merkilegast að þetta tókst ÞRÁTT FYRIR vinstri stjórn í fjögur ár. Kárahnúkavirkjun og fleiri hagsældaraukar komu þar að.

Ívar Pálsson, 3.4.2014 kl. 12:52

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það verður að segjast, að ,,málflutningur" íhaldsskunka er með einstaklega hálfvitalegum hætti í eiginlega öllum málum.

Ekki furða að meginþorra þjóðar krossbregði þegar þeir fletta af sér grímuni og byrja að djöflast á viðurstyggilegan hátt á sinni eigin þjóð.

Enda er öfga-hægri framsjallaflokkurinn nánast að hverfa. Og það er vel.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.4.2014 kl. 12:56

7 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þetta er örugglega samsæri gegn stjórnarandstöðunni. Það vita, allir að hvergi er verra að búa en á Íslandi, og gjaldmiðillinn er alveg gjörónýtur skv. einhverju gervilappafyrirtæki sem ofreiknað hefur verðbréf sín. Ég held barasta að sjálfur Pútín sé á bak við þessa árás.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 3.4.2014 kl. 13:55

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Vondur hljómar vesæll nú

í vælukjóa- þjarki

Virðulegur vildir þú

en verstur ómar Bjarki

Ívar Pálsson, 3.4.2014 kl. 13:57

9 Smámynd: Elle_

Hvað er vinstri?  Var Samfylkingin vinstri flokkur?  Var Steingrímur og meðhjálparar hans í VG vinstra fólk?  Þau stóðu með bönkum og hrægömmum, evrópskum stórveldum og vogunarsjóðum, gegn skrílnum.  En landið stendur, þrátt fyrir þessa hættulegu stjórnmálamenn.

Elle_, 3.4.2014 kl. 14:01

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Svo eru menn hissa á því að framsjallar séu að missa allt fylgi. Eigi er eg hissa.

Þeir verða sí snakkillari og afhjúa sig í réttu hlutflli við fylgishrunið.

Með allt á hælunum kallagreyin og með trúð sem forsætiráðherra sem orðinn er sjálfstætt efnahagsvandamál landsins.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.4.2014 kl. 14:04

11 identicon

Komið þið sæl - á ný !

Nafna mín Kristjánsdóttir !

Reyndu ekki - að lifa við glýju sýndarveruleikans og lyganna ágæta fornvinkona. Merkin - sýna verk þessa liðs / sem spé og flím - dags daglega.

Ómar Bjarki !

Sparaðu þér - tignunina og lofrullurnar til Steingríms og Jóhönnu / þó ekki hafi beysnara lið tekið við hér - Vorið 2013 sem fyrir löngu er á daginn komið Austfirðingur góður.

Þú hlýtur - að vera skynugri en svo ágæti drengur.

Vilhjálmur Örn !

Þó svo - V.V. Pútín sé öflugur og fylginn sér / ráðandi fyrir stærsta ríki 2veggja Heimsálfa kemur hann vart við sögu - hér um slóðir.

Þó svo - ekkert skyldi útiloka / á slóð þessa skörungs svo sem.

Elle !

Kratarnir (Sf) og Steingríms liðið - EIGA SÍNA HLUTDEILD Í SKEMMDARVERKUNUM / rétt er það EN EKKI ER FRAMHJÁ AMLÓÐA HÆTTI Sigmundar Davíðs og Bjarna horft samt - fornvinkona góð.

Í hönd fer - að óbreyttu / NÁKVÆMLEGA sama slenz tímabilið með þessum peyjum - og hér ríkti 2009 - 2013 Elle mín.

Láttu ekki blekkjast - af fagurgala Skúmanna !

Með ekkert síðri kveðjum - en hinum fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.4.2014 kl. 14:16

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. ef íshaldsskunkar hefðu td. lesið skýrsluna og séð hvernig þetta er reiknað - þá hefðu þeir séð að allt það sem hífir Ísland upp þessu viðvíkjandi er vinstrimönnum að þakka og fyrst og fremst Jafnaðarmönnum.

Allar réttarbætur og skilyrði til betra lífs á Íslandi - er tilkomið eftir þrotlausa baráttu vinstri- og jafnaðarmanna.

Það þurfti að berjast fyrir hverju einasta atriði við íhaldsskunka hús úr húsi götu fyrir götu og jnýja þá til uppgjafar lið fyrir lið í öllum velferðarmálum. Öllum.

Við getum bara nefnt sem dæmi, að Sjallar vildu ekki að sjómenn fengju hvíldartíma. Þeir vildu það ekki. Þeir heimtuðu að sjómenn mundu vaka marga sólarhringa - og ástæðan? Jú vegna þess að þá mundu sjallar græða meira!

Það þurfti að berjast við þá sjalla með öllum vopnum og lúberja þá niður í götuna til að þeir létu af þessum skepnu- og hrottaskap.

Staðan er sú saman núna. Almenningur þarf alltaf að berjast við græðgi og ásælni sjalla sem reynir að sölsa til sín sem mesta fjármuni til að hafa mýkra undir elíturassinum.

Spunakarlar og snatar sjalla eru svo fyrirbrigði sér á parti en sennilega koma greiðslur þar við sögu því tæplega er hægt að ýminda sér að nokkur taki að sér subbuberk fyrir elítuna nema í peninganauð.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.4.2014 kl. 14:19

13 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það hefur hún sagt lóan;þú skalt vaka og vinna,vonglaður taka sumrinu mót;Ómar þetta ekki vel á bjartsýnis tímum Ómar Bjarki,þegar alþjóðlegir listar setja okkur í þriðja 3. sæti,af þeim löndum sem best er að búa í.-- Ég er viss um við ESb.-andstæðingar allra flokka,munum ekki una okkur hvíldar,fyrr en rekið höfum það af höndum okkar.

Helga Kristjánsdóttir, 3.4.2014 kl. 16:38

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er nauðsynlegt að koma með staðreyndir alveg um leið og íhaldsskunkar fara að fara með ómálefnalegheit og dómaskap gagnvart sinni eigin þjóð.

Það á a taka hart á íhaldsskunkum. Berja þá niður um leið og þeir stinga upp sínum kolsvarta íhaldshaus. Það er skilda almennings.

Íhaldsskunkum á alltaf, lltaf að svar í sömu mynt. Tími samræðna við sjalla og framsóknarmenn og aðra íhaldsskunka og óvina almennings og þjóðarinnar er liðinn.

Ef etta fer ekki að hafa sig hægan, þá kæmi mér ekki á óvart þó almenningur neyddist til að fara útá göturnar og verja hendur sínar gegn ásælni elítunnar. Rétt eins og almenningur hefur hingað til þurft að berjast fyrir öllum réttindum sínum við ykkur sjalla og íhaldsmenn aðra ss. nútíma framsóknarmannaflokk.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.4.2014 kl. 17:37

15 Smámynd: Elle_

Sigmundur er saklaus, Óskar minn.  Það eru nokkrir góðir stjórnmálamenn.  Þeir eru ekki allir gagnlaus skríll, you know.

Elle_, 3.4.2014 kl. 19:17

16 identicon

Komið þið sæl enn - og aftur !

Elle !

S. D. Gunnlaugsson - er eitthvert það aumasta MEINVARP sem sveipaður er hvítum flibba hérlendis / og er þá garmurinn Steingrímur J. meðtalinn meira að segja - fornvinkona mæt.

Punktur !

Ekki síðri kveðjur - hinum áður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.4.2014 kl. 22:01

17 Smámynd: Elle_

Nei, þú dæmir hann fyrir gamla flokkinn.  Hann var varla fæddur, maður.

Elle_, 3.4.2014 kl. 22:04

18 identicon

Sæl - á ný !

Elle !

Alls staðar - þar sem KRUMLUR Halldórs Ásgrímssonar / Valgerðar / Finns og klíku þeirra fara um - er FORARSLÓÐIN á eftir þessu liði.

Kögunar- bjálfinn (SDG) ekki undanskilinn !

Sömu kveðjur sem seinustu - að sjálfsögðu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.4.2014 kl. 22:12

19 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

,,Velferð" er algjört villuorð yfir ástand banka/lífeyrisrænds almennings Íslands, sem bera skaðann af gúmmítékka-kauphallarbraskinu. Og hvað þá ef skaðinn af banka/lífeyris-stjórnarskrárbrotum verðtryggingar er tekinn með í skattaokur-reiknings-dæmið?

Gjaldmiðlar eru einungis mælikvarðar á  raunveruleg verðmæti  Seðlabanka-gjaldeyrisforða viðkomandi ríkja.

Kauphallar-spilavíti seðlabankanna geta ekki breytt verðlausum og endurunnum klósettpappír í peninga, með tölvuprentuðum tölum á WC-bréfin, og verslað með þannig svikapappír í raunveruleika-verðmætum í viðskiptalífinu. Ekki án alvarlegra hrunafleiðinga.

Spurning hvenær næsta hrun/rán skellur á almenningi, og hverjar verði afsakanirnar næst?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 3.4.2014 kl. 22:17

20 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ívar Pálsson hefur fundið það út að hér væri allt í miklu betra horfi ef þessi bévítans vinstri stjórn hefði ekki verið til óþurftar 2009-2013 og rofið samfelldar framfarir stjórna Sjálfstæðisflokksins 1991-2009 og 2013 og áfram.

Ansans vandræði eru þetta að þessi óþurftarstjórn skyldi hafa komið og klúðrað árangrinum af stefnu stjórnar Sjalla og Framsóknar 1995-2007, - annars hefði dýrðin vegna "íslenska efnahagsundursins" 2003-2008 skilað sér enn betur en ella !  

Ómar Ragnarsson, 3.4.2014 kl. 22:46

21 Smámynd: Elle_

Ef það var þannig, Ómar, þá hjálpaði bévítans óþurftarstjórnin (saklaust orð fyrir slíkan skaðvald - Jón Bjarnason undanskildur), hin svokallaða vinstri stjórn, stjórn evrópskra velda og vogunarsjóða, mikið við að skemma innviði landsins.  

Elle_, 3.4.2014 kl. 22:55

22 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Strangt til tekið er Sjálfstæðisflokkurinn til vinstri. En miðað við íslenska pólitík (þar sem miðjan virðist vera einskona nazismi) er hann lítillega til hægri.

Marga þekki ég sem hafa flutt úr landi. Til USA margir, til Svíþjóðar einhverjir, til Danmerkur 1 eða 2. Flestir eru ekkert að flýta sér neitt til baka.

Svo ég hef ástæðu til að ætla að það sé ekki alveg að marka listann.

Ásgrímur Hartmannsson, 3.4.2014 kl. 23:42

23 Smámynd: Gunnlaugur I.

Alveg svakalegt að sjá sjálfan Ómar Bjarka í æðiskasti út af staðfestum alþjóðlegum mælistikum um mikla yfirburða velsæld Íslands.

Nú ber hann ESB- hausnum sínum við steininn því svart- hvít heimsmynd hans um ónýta Ísland er að hruni kominn.

Aumingja Ómar Bjarki berst nú um á hæl og hnakka eins og í ævintýrum Munchausens við meintar vindmyllur og "íhaldsskunka og þjóðrembinga" já og "sjallafífl" sem hann segir að þurfi nú að; "berja niður um leið og þeir stingi upp sínum kolsvarta íhaldshaus"

Sumir eru greinilega alveg að missa sig yfir staðreyndunum um velsæld eigin þjóðar !

Gunnlaugur I., 4.4.2014 kl. 00:09

24 Smámynd: Ívar Pálsson

Ómar þessi 22:46 færsla er með nokkuð réttum skilningi hjá þér, nema hvað að samsteypustjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks með ESB- áherslum átti erfitt uppdráttar. Við hrun sást svo í iljarnar á Samfylkingunni. Síðan hefði verið fróðlegt að sjá hreina vinstri stjórn eiga við bankahrunið: engin neyðarlög, bara Icesave og ESB- faðmurinn með peningaprentun og ábyrgð á einkabönkum.

Ívar Pálsson, 4.4.2014 kl. 00:40

25 Smámynd: Elle_

Það sást bæði í iljar og tær þess glataða flokks, eða man fólk ekki að saklausa Samfylkingin var ekkert þarna?  Þau voru bara ekkert í stjórn meðan þau voru samt í stjórn og við hin sáum þau.

Elle_, 4.4.2014 kl. 01:04

26 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Er nefnilega alveg ótrúlegt. Fólk trúir þessu ekki nema maður klíni staðreyndunum upp að ásjónu þeirra og stafi fram lið lið fyrir lið. Sjallar (sem í þá tíð kúldruðust undir nafninu íhaldsmenn) voru á móti því að sjómenn fengju hvíldartíma. Voru á móti. Td. sagði einn stórsjallinn Pétur Ottesen: ,,Það er eitthvað hárugt við það hvernig mál þetta er upphaflega komið fram. Þetta er alls ekki runnið undan rifjum íslenskra sjómanna. Þetta er ekki sprottið úr íslenskum jarðvegi. Þetta er erlend farsótt" - kannast einhver við orðræðuna?

Á þessum tímum var talsvert um manndóm meðal framsóknarmanna enda allt annar framsóknarflokkur en popúliski öfga-hægri flokkurinn sem nú er. Td. tók jónas frá Hriflu Ólaf Thors og flengdi hann á alþingi þessu viðvíkjandi - en Ólafur var að sjálfsögðu á móti. Hann vildi græða meira.

Jón Þorláksson, hinn mikli Sjallafaðir, sem að sumu leiti var merkur maður - hann var á móti og sagði einfaldlega: ,,„Ég mun ekki sjá ástæðu til að greiða þessu frumvarpi atkvæði til annarrar umræðu" - hann var á móti því að ræða málið!! Halló.

Jafnaðarmenn höfðu forystu um að koma þessum réttabótum á eða í raun grunn mannréttindum. Sjallar vildu ekki að sjómenn fengju svefntíma. Við erum að tala um marga sólahringa úthald. Margir biðu þessa meðferðar sjalla aldrei bætur. Það vita sjálfsagt flestir hvað það þýðir að vaka marga sólahringa??

Sagt er að Ólafur Thors hafi seinna beðist afsökunnar á þessu - og er það talið eina tilfellið í íslandssögunni sem Sjalli hefur beðist afsökunnar á óhæfuverkum sínum.

Þó deilur um kaup hafi komið til fyrir 1921 þar sem almenningur hafði sigur á sjöllum með því að berja niður hinn kolsvarta íhaldshaus - þá er þetta sennilega fyrsta dæmið um sigur varðandi áunnin réttindi.

Jafnaðarmenn í fylkingarbrjósti - sem og ávallt æ síðan. Jafnaðarmenn alltaf í farabroddi. Þetta var þrotlaus barátta, skref fyrir skref, götu fyrir götu.

Sjallar hafa alltaf iðað í skinninu eftir að afnema öll þessi réttindi almennings sem jafnaðarmenn komu á. Sjallar hafa í raun alltaf viljað hafa hafa almenning sem þræla hjá sér.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.4.2014 kl. 01:10

27 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er þá komið að því að spyrja,þar sem þú sem skrifar þessar frásagnir (varla varstu til á þeim tíma) og þær allar sannleikanum samkvæmar,,,nákvæmlega svona,, og forverar Samfylkingar líktust á þeim tíma miskunnsama samverjanum,sem er auðvitað hið besta mál,þótt ég muni ekkert af þessu nema að hafa heyrt deilur um vökulögin !! Já komið að því að spyrja,aflaði Samfylkingin sér réttinda til að brjóta Stjórnarskrá Íslands,með þessum átökum.?’ Hlaupast undan hruninu,svo sást í iljar þess á sprettinum (sbr. Ivar og Elle) og þvinga svo öllu illu upp á þjóðina sem frægt er orðið um allan heim.Hvað með almenna borgara sem engan þátt atti í vökudeilum sjómanna,? Hefurðu hlustað á einhverja öfgafulla á fundum sem reyna að stappa hatri (sem þín skrif líkjast) í áheyrendur og fullyrða að allir nema Samfylkinga/vinstri menn,eigi réttlætið skilið. Þannig er öllum góðum aðgerðum núverandi ríkisstjórnar snúið og þau skrumskæld. En hún er sterk og studd af öllum sem vilja draga svokallaða esb-umsókn til baka. Ekki víla ég fyrir mér að vaka fram á nótt og skrifa ,líkt og ég gerði um tíma á snuruvoðarbáti í den. Jæja Ómar koma svo í lið með frjálsum Íslendingum.

Helga Kristjánsdóttir, 4.4.2014 kl. 02:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband