Þora Þorsteinn, Sveinn Andri, Benedikt eða ekki?

ESB-sinnar í kjósendahópi Sjálfstæðisflokksins eru innan við tíu prósent, samkvæmt mælingum. Þeir eiga sér háværa talsmenn, t.d. Þorstein Pálsson, Benedik Jóhannesson og Svein Andra Sveinsson.

Björn Bjarnason rekur í pistli síendurteknar hótanir félaganna að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn og stofna til stjórnmálaflokks hægrimanna með ESB-aðild á dagskrá.

Núna liggur fyrir könnun sem segir að 40 prósent kjósenda myndu íhuga að styðja slíkan flokk. Benedikt Jóhannesson dregur ekki úr þessum feikimikla stuðningi.

Eina spurningin sem eftir stendur er hvort þeir Þorsteinn, Sveinn Andri og Benedikt séu menn eða mýs. Þora þeir að stofna flokk um áhugamálið sitt að Ísland verði ESB-ríki eða þora þeir ekki?


mbl.is Ekki upplifað önnur eins viðbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Vonandi verður þeim ekki meint af því!!

Eyjólfur G Svavarsson, 2.4.2014 kl. 14:22

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Annar einsmálsflokkur við hliðina á Samfylkingunni, hvað ætli það muni gera fyrir þjóðarsálina???

Tómas Ibsen Halldórsson, 2.4.2014 kl. 15:43

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það verða allir búnir að fá nóg af þeim,þegar til Alþingiskosninga kemur,eftir um 3 ár. Aðal spennan er um hvað þetta framboð muni heita, öll fallegu nöfnin Bjart og best,upptekin,aðeins oggulitill hluti Sjálfstæðisflokks mun kjósa hann.

Helga Kristjánsdóttir, 2.4.2014 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband