Þriðjudagur, 1. apríl 2014
Stjórnarandstaðan skilur ekki Ísland
Allt síðasta kjörtímabil var ríkisstjórn Samfylkingar og VG í vörn vegna þess að hún stóð ekki fyrir almennum aðgerðum til að leiðrétta hrunskuldir heimilanna. Fjöldamótmæli á Austurvelli með eggjakasti og tilheyrandi var uppskera vinstristjórnarinnar.
Undir lok kjörtímabilsins reyndi vinstristjórnin að stokka upp stjórnarskrá lýðveldisins en mætti þar mótbyr. Þá stöðvaðist feigðarförin til Brussel sem átti þó að vera rúsínan í pylsuendanum.
Þjóðin gerði vinstristjórnina að stjórnarandstöðu í þingkosningunum fyrir tæpu ári. Hrikalegt tap VG, sem missi helminginn af fylgi sínu, og fór niður í 10,9% og enn hrikalegra tap Samfylkingar, sem tapaði nær tveim þriðju fylgisins, fór niður í 12,9%, skilaði sér ekki í breyttri pólitík.
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks kemur með skuldaleiðréttingu fyrir heimilin, stöðvar eyðileggingu stjórnarskrárinnar og afturkallar formlega umboðslausu ESB-umsóknina. Allt þrennt er í samræmi við niðurstöður alþingiskosninganna.
Stjórnarandstaðan, á hinn bóginn, heldur dauðahaldi í stefnumálin sem þjóðin hafnaði og berst fyrir þeim með kjafti og klóm. Stjórnarandstaðan skilur ekki Ísland.
Meiri árangur nú en hjá fyrri ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fullt af fólki fær ekki notið þessara skuldaleiðréttinga og þeir sem fá leiðréttingu fá hana nánast allir skerta vegna fyrri leiðréttinga, hvort sem það eru sérstakar vaxtabætur eða 110% leiðin. Er ekki svolítið skrýtið í ljósi þess að tala um það að fyrri ríkisstjórn hafi ekkert gert? Skil ekki svona þvaður
Bjarni Jons, 1.4.2014 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.